Stundvísitölur: Sjö af tíu ferðum WOW á tíma

klukka

Það reyndi meira á þolinmæði farþega á Keflavíkurflugvelli á fyrri hluta mánaðarins en það hefur gert í vor.

Þriðju hverji ferð WOW air frá landinu seinkaði á fyrri hluta mánaðarins. Komutímar stóðust hins vegar oftar og í heildina mælist stundvísi fyrirtækisins 69 prósent á tímabilinu. Fyrsta flug WOW air fór í loftið um mánaðarmótin.

Iceland Express er áfram stundvísast af íslenskum félögunum þremur á Keflavíkurflugvelli. Hélt það áætlun í rúmlega níu af hverjum tíu skiptum. Frammistaða Icelandair var slakari nú en oft áður. Þrjár af hverjum fjórum ferðum félagsins héldu áætlun.

Í heildina var stundvísi á Keflavíkurflugvelli því lakari sl. hálfan mánuð en hún hefur verið að jafnaði frá því í febrúar.

Icelandair með langmestu umsvifin

Nú þegar aðal ferðamannatímabilið er hafið þá eykst umferðin um Keflavíkurflugvöll mikið. Icelandair fór t.a.m. tæpar 800 ferðir til og frá landinu á fyrstu fimmtán dögum mánaðarins. Það er tvöfalt meira en á fyrri hluta febrúarmánaðar. Icelandair er langstærsta flugfélagið á Keflavíkurflugvelli og flaug fimm sinnum oftar en Iceland Express og WOW air samanlangt á fyrri hluta júnímánaðar.

Þess ber að geta að fyrsta ferð WOW air, sem farin var 31. maí, er tekin með í útreikninga Túrista núna.

Stundvísitölur Túrista, 1. til 15. júní (í sviga eru niðurstöður seinni hluta maí).

1. – 15. júní.

Hlutfall brottfara á tíma Meðalseinkun brottfara Hlutfall koma á tíma
Meðalseinkun koma Hlutfall ferða á tíma
Meðalbið alls
Icelandair 79% (91%) 8 mín (2 mín) 74% (71%) 8 mín (5 mín) 76% (81%) 8 mín (4 mín)
Iceland Express 95% (100%) 1 mín (0 mín) 91% (97%) 1 mín (1 mín) 93% (99%)

1 mín (0,5 mín)

WOW air 64% 11 mín 74% 13 mín 69% 12 mín

Um útreikningana: Daglega reiknar Túristi út hversu mikill munur er á áætluðum komu- og brottfaratímum og þeim tímasetningum sem gefnar eru upp fyrir lendingar og flugtak á heimasíðu Keflavíkurflugvallar. Þar sem seinkun um korter telst vera innan skekkjumarka í fluggeiranum þá eru fimmtán mínútur dregnar frá öllum seinkunum. Flug sem tefjast um minna en stundarfjórðung teljast vera á áætlun.

Fylgstu með Túrista á Facebook

NÝJAR GREINAR: Borg í góðum tengslum við náttúrunaÁ heimavelli: Ísold í New York
TENGDAR GREINAR: Iceland Express í góðum gír

Mynd: Gilderic/Creative Commons