10 ódýrar ferðir í næstu viku

Það eru margir á leið í sumarfrí í dag. Fólk sem hefur sinnt vinnunni á meðan aðrir hafa notið veðurblíðu síðustu vikna. En nú er rigning og rok í kortunum og því sennilega margir sem vilja komast burt í hvelli. Hér eru tíu leiðir af landinu í næstu viku sem kosta í mesta lagi 44 þúsund krónur.

Það hefur ekki þótt ástæða til að kvarta undan veðrinu í sumar. Því eru sennilega margir sem hafa ákveðið að ferðast innanlands í sumar. Núna er hins vegar útlit fyrir tímabundna pásu frá blíðunni og það eru ekki góðar fréttir fyrir þá sem fara í sumarfrí. Fyrir þennan hóp hefur Túristi fundið 10 ódýrar ferðir úr landi í næstu viku.

10 ódýrir flugmiðar út og tilbaka*

  1. Palma á Mallorca 24.900 kr. – 24. júlí til 8. ágúst með Heimsferðum
  2. Kaupmannahöfn 37.390 kr. – 25. júlí til 8 ágúst með Iceland Express
  3. London 37.919 kr. – 22. júlí til 1. ágúst með WOW air
  4. Berlín 39.405 kr. – 22. til 29. júlí með Iceland Express
  5. London 40.624 kr. – 24. júlí til 2. ágúst með easyJet
  6. Kaupmannahöfn 41.820 kr. – 25. júlí til 9. ágúst með WOW air
  7. Stuttgart 42.318 kr. – 24. til 31. júlí með WOW air
  8. Billund 42.800 kr. – 25. júlí til 6. ágúst með Heimsferðum
  9. Edinborg 43.400 kr. – 23. júlí til 2. ágúst með Iceland Express
  10. Stokkhólmur 43.580 kr. – 23. júlí til 9. ágúst með Icelandair

*verð 20. júlí

NÝJAR GREINAR: Greta Mjöll á heimavelli BostonFáir vilja borga fyrir ákveðið flugsæti

Mynd: DenmarkMediaCenter