Á heima­velli: Björgvin Ingi í Chicago

Björgvin Ingi Ólafsson kann vel við sig í Chicago. Hér eru þeir hlutir sem honum þykir bera hæst í þessari þriðju fjöl­menn­ustu borg Banda­ríkj­anna.

„Við fjöl­skyldan höfum búið í tvö ár í Evan­ston, nokkurs konar háskóla­við­hengi Chicago borgar. Hér líður okkur vel og kunnum við vel að meta heim­il­is­legan háskóla­bæinn sem og nálægðina við miðborgina, en við erum einungis 20 mínútur með hrað­lest­inni niður í miðborg Chicago.

Evan­ston umhverfist um Nort­hwestern háskólann og því er tals­vert meira líf hér en hefð­bundnum úthverfum. Hér eru fjöl­margir veit­inga­staðir, kaffihús og barir og að frátöldum níst­ings­köldum febrú­ar­dögum er yfir­leitt mikið líf og fjör á götum úti. Við nýtum okkur vel það sem bærinn hefur upp á að bjóða og þegar fimm ára sonurinn fær að ráða höngum við daglangt í einhverjum af þeim fjöl­mörgum almenn­ings­görðum sem eru í nágrenninu eða förum á ströndina.

Þó að Chicago sé inni í miðju landi þá líður manni eins og maður sé við sjóinn þegar farið er á ströndina við Michigan vatn. Það er klár­lega einn af mörgum kostum borg­ar­innar.”

Rándýr munn­biti í ókeypis dýra­garði

„Chicago hefur upp á ótrú­lega margt að bjóða. Borgin er auðvitað algjör heims­borg og hefur allt það sem búast má við af alvöru borg. Hér er besta sinfón­íu­hljóm­sveit Banda­ríkj­anna, frábærir veit­inga­staðir, urmull áhuga­verðra safna, staða og hverfa.

Við erum sérstak­lega hrifinn af Lincoln Park hverfinu sem er norður af miðborg­ar­kjarn­anum og er sérlega vina­legt, fallegt og spenn­andi. Í Lincoln Park eru tveir bestu veit­inga­staðir borg­ar­innar, Charlie Trotter´s og Alinea, sem eru skyldu­heim­sókn fyrir gesti, ef það er laust borð og ríflegur reikn­ingur er ekki fyrir­staða. Í sjálfum Lincoln Park garð­inum er svo skemmti­legur dýra­garður sem kostar ekkert inn í en selur þér poppið á uppsprengdu verði til að ná upp í kostnað. Dagur í Lincoln Park, það er garð­inum, er frábær kostur fyrir fjöl­skyldur á fallegum vor‑, sumar- eða haust­dögum og jafnvel á köldum desem­ber­dögum þegar fallegar ljósa­skreyt­ingar garðsins fá þig til að gleyma níst­ingskuld­anum úti.”

Baun í bakgrunni

„Allir sem koma til Chicago koma við í Millenium Park í miðborg­inni. Þar er Chicago Art Institute, eitt allra besta lista­safn Banda­ríkj­anna, tíðir útitón­leikar og Baunin. En þessi risa­stóra silf­ur­baun er bakgrunnur mynda nánast allra túrista sem sækja borgina heim. Á undar­legan hátt er þessi silf­ur­baun sjarmer­andi og skemmti­legur viðkomu­staður.”

8 pylsur á vell­inum

„Íþróttir spila stóra rullu í Chicago og elska borg­ar­búar íþróttaliðin sín alveg óháð hvernig gengur, sem hefur verið mikill kostur í tilfelli sumra liða hér í borg. Við höfum skellt okkur á körfu­bolta, hafna­bolta og hokkí­leiki og má klár­lega mæla með því. Hokkí­að­dá­end­urnir eru alveg snar­brjál­aðir og hafna­boltaliðið tekur hlut­verk sitt alvar­legast, mætir uppdressað á völlinn löngu fyrir leik og borðar sínar átta pulsur eins og enginn sé morg­undag­urinn.”

Allt í boði

„Gestir geta svo gert Chicago að því sem þeir vilja. Ef þú vilt strönd þá ferðu á ströndina, ef þú vilt menn­ingu ferðu í menn­inguna og ef þú vilt taka túristapakkann þá er auðvelt er að taka rúnt á Segway hjólum á Magnificent Mile, kíkja upp í útsýn­isturn í hæstu bygg­ingu Banda­ríkj­anna, Willis Tower, eða leita upp menn­ingu annarra heims­hluta eða þjóða og koma við í ítalska, gríska, sænska, kínverska, úkraínska eða hvaða þjóða­hverfi sem hugurinn girnist. Það er bókstaf­lega allt í boði.

Af ótrú­legu hlut­leysi segjum við því að Chicago sé besta borg Banda­ríkj­anna og hvetjum fólk til að kíkja við.”

- Björgvin Ingi stundaði nám við Kellogg School of Mana­gement — Nort­hwestern University og starfar sem ráðgjafi í Chicago.

TENGDAR GREINAR: Ísold í New YorkMargrét í Kaup­manna­höfnKristín í París