Samfélagsmiðlar

Á heimavelli: Guðrún í Orlandó

Það er frábært að búa í Orlandó. Veðrið er yndislegt yfir vetrarmánuðina en það er svolítið heitt og rakt á sumrin“, segir Guðrún Ingibjörg Gunnarsdóttir sem hefur átt heima í Flórída í 19 ár. Hún hefur lengstum unnið í ferðaþjónustunni og því vön að gefa ferðalöngum sem þangað koma góð ráð. Hún deilir hér nokkrum með lesendum.

„Orlandó hefur upp á margt að bjóða, bæði fyrir þau yngri og þá sem eldri eru. Hinir heimsþekktu skemmtigarðar Disney Magic, Wet and wild og Universal Studios hitta alltaf í mark hjá þeim yngstu. Sea World er líka frábær garður fyrir alla aldurshópa sem og Fun Spot, Island of Adventure garðurinn og Blizzard Beach vatnsgarðurinn. Einnig er gaman að heimsækja Kennedy Space Center en þangað er um 50 mínútna akstur frá Orlandó norður af Cocoa beach.

Það er einnig fjöldi dýragarða á svæðinu. Central Florida Zoo er í Orlandó og hinn risastóri Bush Garden er í um tveggja tíma akstursfjarlægð og það tekur tæpan klukkutíma að keyra til Melbourne þar sem Brevard Zoo dýragarðurinn er.“

Strandbæir til allra átta

„Austur af Orlandó liggur Cocoa beach baðströndin. Þangað er styst að fara fyrir þá sem vilja busla í sjónum. Við vesturströnd Flórída eru það St.Petersburg, Bradenton og Sarasota sem mæla má með. Það tekur um tvo tíma að keyra þangað. Einnig er tilvalið að gera sér ferð syðst á skagann til bæjarins Naples sem er einstaklega fallegur og liggur við ströndina. Þaðan má keyra yfir Alligator Alley, í áttina til Miami og svo áfram til Key West sem er syðsti punktur Bandaríkjanna. Þar eru yndislegar strendur og flestir hafa heyrt af fjörinu á Miami Beach.

Fyrir norðan Orlandó er finna elstu borg Flórída, St.Augustine. Þar er margt að skoða, bæði gamalt og nýtt. Þaðan er ekki langt til Daytona sem er áhugafólki um kappakstur að góðu kunn. Á þessu svæði eru líka fínar strendur.“

Skemmtisiglingar frá Flórída

„Útgerð skemmtiferðaskipa er blómleg í Flórída. Frá Port Canaveral höfninni, sem er í um 50 mínútna akstursfjarlægð frá Orlandó, sigla skip félaganna Carnival, Royal Caribbean og Norwegian ásamt Disney. Það síðastnefnda býður upp á frábær skip og skemmtanir fyrir alla aldurshópa. Úrvalið er einnig gott frá Ft. Lauderdale-höfn og frá Miami er siglt út á Karabíska hafið og til Mexíkó. Þeir sem vilja heimsækja nágrannalandið geta líka lagt í hann frá Tampa.“

Perlur sem fáir þekkja til

„Bátsferð um hið fallega svæði við Winter Park er einstaklega skemmtileg upplifun. Gamli bærinn í Winter Park er líka heimsóknarinnar virði því þar er gaman að rölta um og setjast inn á kaffihús eða veitingahús.

Um helgar eru reglulega útimarkaðir við Lake Eola vatnið sem er nánast í miðborg Orlandó. Þangað fjölmenna íbúar svæðisins. Þar eru líka veitingastaðir og leikvöllur fyrir þau yngstu.“

Guðrún rekur ferðaþjónstu á Flórída. Kynna má sér úrvalið hér.

TENGDAR GREINAR: Greta Mjöll á heimavelli í BostonBjörgvin Ingi á heimavelli í Chicago

Nýtt efni

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …