Samfélagsmiðlar

Á heimavelli: Guðrún í Orlandó

Það er frábært að búa í Orlandó. Veðrið er yndislegt yfir vetrarmánuðina en það er svolítið heitt og rakt á sumrin“, segir Guðrún Ingibjörg Gunnarsdóttir sem hefur átt heima í Flórída í 19 ár. Hún hefur lengstum unnið í ferðaþjónustunni og því vön að gefa ferðalöngum sem þangað koma góð ráð. Hún deilir hér nokkrum með lesendum.

„Orlandó hefur upp á margt að bjóða, bæði fyrir þau yngri og þá sem eldri eru. Hinir heimsþekktu skemmtigarðar Disney Magic, Wet and wild og Universal Studios hitta alltaf í mark hjá þeim yngstu. Sea World er líka frábær garður fyrir alla aldurshópa sem og Fun Spot, Island of Adventure garðurinn og Blizzard Beach vatnsgarðurinn. Einnig er gaman að heimsækja Kennedy Space Center en þangað er um 50 mínútna akstur frá Orlandó norður af Cocoa beach.

Það er einnig fjöldi dýragarða á svæðinu. Central Florida Zoo er í Orlandó og hinn risastóri Bush Garden er í um tveggja tíma akstursfjarlægð og það tekur tæpan klukkutíma að keyra til Melbourne þar sem Brevard Zoo dýragarðurinn er.“

Strandbæir til allra átta

„Austur af Orlandó liggur Cocoa beach baðströndin. Þangað er styst að fara fyrir þá sem vilja busla í sjónum. Við vesturströnd Flórída eru það St.Petersburg, Bradenton og Sarasota sem mæla má með. Það tekur um tvo tíma að keyra þangað. Einnig er tilvalið að gera sér ferð syðst á skagann til bæjarins Naples sem er einstaklega fallegur og liggur við ströndina. Þaðan má keyra yfir Alligator Alley, í áttina til Miami og svo áfram til Key West sem er syðsti punktur Bandaríkjanna. Þar eru yndislegar strendur og flestir hafa heyrt af fjörinu á Miami Beach.

Fyrir norðan Orlandó er finna elstu borg Flórída, St.Augustine. Þar er margt að skoða, bæði gamalt og nýtt. Þaðan er ekki langt til Daytona sem er áhugafólki um kappakstur að góðu kunn. Á þessu svæði eru líka fínar strendur.“

Skemmtisiglingar frá Flórída

„Útgerð skemmtiferðaskipa er blómleg í Flórída. Frá Port Canaveral höfninni, sem er í um 50 mínútna akstursfjarlægð frá Orlandó, sigla skip félaganna Carnival, Royal Caribbean og Norwegian ásamt Disney. Það síðastnefnda býður upp á frábær skip og skemmtanir fyrir alla aldurshópa. Úrvalið er einnig gott frá Ft. Lauderdale-höfn og frá Miami er siglt út á Karabíska hafið og til Mexíkó. Þeir sem vilja heimsækja nágrannalandið geta líka lagt í hann frá Tampa.“

Perlur sem fáir þekkja til

„Bátsferð um hið fallega svæði við Winter Park er einstaklega skemmtileg upplifun. Gamli bærinn í Winter Park er líka heimsóknarinnar virði því þar er gaman að rölta um og setjast inn á kaffihús eða veitingahús.

Um helgar eru reglulega útimarkaðir við Lake Eola vatnið sem er nánast í miðborg Orlandó. Þangað fjölmenna íbúar svæðisins. Þar eru líka veitingastaðir og leikvöllur fyrir þau yngstu.“

Guðrún rekur ferðaþjónstu á Flórída. Kynna má sér úrvalið hér.

TENGDAR GREINAR: Greta Mjöll á heimavelli í BostonBjörgvin Ingi á heimavelli í Chicago

Nýtt efni

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …

Allt frá því að Play var skráð á hlutabréfamarkað sumarið 2021 og fram til ársloka 2022 var Fiskisund ehf. stærsti hluthafinn í Play með 8,6 prósenta hlut. Fyrir Fiskisundi fóru þau Kári Þór Guðjónsson, Halla Sigrún Hjartardóttir og Einar Örn Ólafsson, sem lengi var stjórnarformaður flugfélagsins en settist í forstjórastólinn um síðustu mánaðamót. Einar Örn átti einnig …

Flugstöðin í Changi í Singapúr er ekki lengur í efsta sæti á árlegum lista Skytrax yfir bestu flugvellina heldur í öðru sæti. Hamad alþjóðaflugvöllurinn í Doha í Katar toppar nú listann sem birtur var í gær en hann byggir á einkunnagjöf farþega. Í þriðja sæti er Incheon í Seoul en í næstu tveimur sætum eru …

Fyrsta skemmtiferðaskip ársins kom til Ísafjarðar um síðustu helgi, þýska AIDAsol með nærri í 2.200 farþega. Á sunnudag koma tvö skip með væntanlega 3.000 - 4.000 farþega. Það er farþegafjöldi undir öllum viðvörunarmörkum sem Ísafjarðarbær ætlar að fylgja í framtíðinni vegna komu skemmtiferðaskipa. Nýsamþykktar fjöldatakmarkanir gilda raunar ekki á þessu ári þar sem bókanir hafa …