Fáir vilja borga fyrir ákveðið flugsæti

Rúmlega tveir af hverjum þremur lesendum bókar aldrei tiltekið sæti í flugvél þegar það kostar aukalega.

Það kostar á bilinu 990 til 2990 krónur að taka frá ákveðið sæti hjá Iceland Express. Hjá WOW air er gjaldið 1490 krónur, óháð sæti. Af þeim erlendu félögum sem fljúga hingað þá býður m.a. Norwegian upp á sætisval og kostar það um 1200 krónur (8 evrur).

Svo virðist sem þessi aukakostnaður standi í lesendum Túrista því samkvæmt lesendakönnun síðunnar þá segjast 68 prósent aldrei taka frá sæti þegar borga þarf fyrir það. Aðeins 7 prósent segjast alltaf borga fyrir tiltekið sæti. Í könnuninni fengust tæplega fjögur hundruð svör.

NÝJAR GREINAR: Óþarfa eftirlit á Keflavíkurflugvelli?Greta Mjöll á heimavelli í Boston