Farið í ágúst ódýrara nú en það var í vor

Sá sem bókaði Kaupmannahafnarreisu ágústmánaðar í vor hefði getað sparað sér 5000 krónur með því að kaupa farið í dag. Lundúnarfarinn myndi líka borga minna í dag en hann gerði í vor.

Um miðjan maí kostaði farmiði til London í viku 32 (6.-12. ágúst) að lágmarki 35.351 krónu. Í dag er hægt að fá far til borgarinnar, á sama tíma, sem er næstum því 3000 krónum lægra. Í báðum tilvikum er um að ræða fargjöld hjá Iceland Express. Félagið er því enn ódýrasti kosturinn fyrir þá sem ætla til London í þessari annarri viku ágústmánaðar. Athygli vekur að easyJet hefur slegið verulega af sínum fargjöldum á þessu tímabili og nemur lækkunin um 17% eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan. Farið með WOW air hefur hins vegar hækkað.

Lægstu fargjöld, báðar leiðir, til London í viku 32 (6.-12. ágúst) ef bókað með tólf vikna fyrirvara og fjögurra vikna.

London Bókað í dag Bókað 18. maí
Breyting
easyJet* 47.016 kr. 56.676 kr. -17%
Iceland Express 32.400 kr. 35.351 kr. -8,4%
Icelandair 54.990 kr. 55.160 kr. -0,3%
WOW air 38.999 kr. 37.019 kr. +5,4%

Köben ódýrust hjá WOW

Þróun verðlags á fargjöldum til Kaupmannahafnar er ekki sú sama og til London. Í dag er nefnilega hægt að fá farmiða hjá WOW air í viku 32 sem kosta 34.860 krónur. Það er 5000 krónum ódýrara en lægsta verðið félagsins var þann 18. maí þegar Túristi kannaði síðast verðlagið í annarri viku ágústmánaðar. Bæði Icelandair og Iceland Express hafa hækkað sín verð á þessum tíma.

Lægstu fargjöld, báðar leiðir, til Kaupmannahafnar í viku 32 (6.-12. ágúst) ef bókað með tólf vikna fyrirvara og fjögurra vikna.

Kaupmannahöfn Bókað í dag Bókað 18. maí
Breyting
Iceland Express 43.507 kr. 40.400 kr. +7,7%
Icelandair 46.850 kr. 43.150 kr. +8,6%
WOW air 34.860 kr. 39.820 kr. -12,5%

Lítill munur á Iceland Express og WOW haust

Ef ferðinni er heitið í London í byrjun október þá kostar farið tæpar þrjátíu þúsund krónur í dag með Iceland Express og WOW air. Bæði fyrirtæki eru aðeins dýrari þegar kemur að flugi til Kaupmannahafnar. Áfram er það Iceland Express sem er ódýrara en WOW air. Icelandair er dýrasti kosturinn í báðum tilvikum eins og sjá má á töflunni á næstu síðu (smellið hér).

Í þessum mánaðarlegu könnunum Túrista eru fundin lægstu fargjöldin, báðar leiðir, til Kaupmannahafnar og London innan ákveðnar viku hjá hverju félagi fyrir sig. Gert er ráð fyrir að lágmarksdvöl í útlöndum sé tveir sólarhringar.

Smellið hér fyrir samanburð á verði í ágúst og október

Mynd: Wonderful Copenhagen