Ný göngugata í París

Næsta sumar verður lokað fyrir alla bílaumferð á löngum kafla á vinstri bakka Signu.

Daglega leggja þúsundir túrista í göngu meðfram bökkum Signu, ánni sem skiptir miðborg Parísar í tvennt. Næsta sumar verður stór hluti vinstri bakkans laus við bílatraffík að því segir á vef Jótlandspóstsins. Um er að ræða 2,3 kílómetra kafla milli Alma brúarinnar og safnsins Musee d’Orsay í sjöunda hverfi borgarinnar. Ekki langt frá Eiffelturninum og Les Invalides þar sem gröf Napóleons er að finna.

Vinsælasti áfangastaður túrista

Rúmlega fimmtán milljónir ferðamanna sóttu París heim árið 2010. Það er meira en nokkur önnur borg í heiminum getur státað af. Nýja göngugatan mun því væntanlega gagnast mörgum enda kostur að geta gengið um götur stórborgarinnar án þess að hafa hugann við franska bílstjóra.

NÝJAR GREINAR: 10 ódýrar ferðir út í næstu viku
TENGDAR GREINAR: Kristín á heimavelli í ParísVegvísir París