Ráðherra fer í saumana á skóeftirlitinu

Innanríkisráðherra ætlar að kanna hvort það sé ástæða fyrir því að eftirlit með skóbúnaði flugfarþega hér á landi sé strangara en víða annars staðar.

Víðast hvar í Evrópu þurfa flugfarþegar ekki að fara úr skóm við vopnaleit og í Bandaríkjunum eru börn og eldri borgarar undanþegnir skimun á skóm. Á Keflavíkurflugvelli þurfa hins vegar allir að láta skanna skóna sína. Túristi hefur fjallað um þetta óvenju stranga eftirlit reglulega síðastliðið ár (sjá hlekki hér fyrir neðan).

Málefni Keflavíkurflugvallar heyra undir innanríkisráðuneytið og Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, segir í svari til Túrista, að hann kannist af eigin raun við að það sé misjafnt eftir flugvöllum hvort farþegar séu látnir fara úr skóm eða ekki við öryggisleit fyrir flugferð. Hann hyggst fara yfir málið með Flugmálastjórn og Isavia til að fá úr því skorið hvort hér á landi sé óþarflega langt gengið við öryggisleit.

Fylgstu með Túrista á Facebook

TENGDAR GREINAR: Óþarfa eftirlit hér á Keflavíkurflugvelli?Bandaríkjamenn slaka á eftirliti en Íslendingar ekki„Takið af ykkur skóna,“ en bara í Leifsstöð

Mynd: Túristi