Reglur um skó endurskoðaðar í haust

Það kann að sjá fyrir endann á hinu séríslenska eftirliti með skóm flugfarþega.

Skór allra farþega á Keflavíkurflugvelli eru skannaðir ólíkt því sem gerist og gengur í löndunum í kringum okkur og í Bandaríkjunum. Túristi hefur fjallað reglulega um þessar ströngu reglur síðastliðið ár. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra sagði í samtali við Túrista að hann hyggðist fara yfir þetta mál með Flugmálastjórn og Isavia, rekstraraðila Keflavíkurflugvallar. Niðurstöður þeirra viðræðna eru þær að málið verður tekið til skoðunar með haustinu samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu. Farið verður yfir reglur og verklag, skoðuð framkvæmd annarra þjóða og metið hvort breyta þurfi leitarskilyrðum hér.

Fylgstu með Túrista á Facebook

TENGDAR GREINAR: Óþarfa eftirlit hér á Keflavíkurflugvelli?Bandaríkjamenn slaka á eftirliti en Íslendingar ekki„Takið af ykkur skóna,“ en bara í Leifsstöð

Mynd: Wikicommons