Saumnálar í samlokum hjá Delta

Farþegum flugfélagsins Delta brá í brún þegar þeir fundu nálar í kalkúnasamlokunum sínum. Bandaríska alríkislögreglan rannsakar málið.

Saumnálar fundust nýverið samlokum fjögurra farþega flugfélagsins Delta á leið til Bandaríkjanna frá Amsterdam í Hollandi. Fólkið var ekki allt í sömu vél. Flugmálayfirvöld vestanhafs útiloka ekki að um glæpamál sé að ræða og hafa beðið bandarísku alríkislögregluna (FBI) um að kanna málið.

Samkvæmt frétt CNN komu samlokurnar frá matvælafyrirtækinu Gate Gourmet sem þjónustar mörg flugfélög á Schiphol flugvellinum.

Delta hefur hætt sölu á kalkúnasamlokum og hafa ekki fleiri nálar komið í leitirnar.

NÝJAR GREINAR: Á áætlun þrátt fyrir annríkiGreta Mjöll á heimavelli í Boston