Sjötta besta í Evrópu

Iceland Express er sjötta besta lággjaldaflugfélagið í álfunni samkvæmt niðurstöðum árlegrar könnunar í fluggeiranum.

Hið breska easyJet er það lággjaldaflugfélag sem stendur sig best í öllum heiminum að mati þeirra flugfarþega sem tóku þátt í árlegri könnun ráðgjafafyrirtækisins Skytrax á því hvaða félög skari fram úr. Iceland Express er í sjötta sæti listans yfir bestu lággjaldaflugfélögin í Evrópu.

Samkvæmt heimasíðu Skytrax fengust hátt í átján milljón svör í könnuninni. Athygli vekur að fjögur bestu félögin fljúga öll til Íslands.

10 bestu lággjaldaflugfélög Evrópu skv. könnun Skytrax

  1. easyJet
  2. Norwegian
  3. Niki
  4. German Wings
  5. Wizz air
  6. Iceland Express
  7. Blue Air
  8. Onur Air
  9. Pegasus Airlines
  10. Flybe

TENGDAR GREINAR: Keflavíkurflugvöllur meðal 100 bestuIcelandair fær þrjár og Iceland Express tvær

Mynd: Iceland Express