Svipmyndir af strákum í stuði í 50 ár

Það er hálf öld liðin síðan að Rolling Stones stigu fyrst á svið. Ljósmyndarar hafa alla götur síðan fylgst köppunum eftir. Aðdáendur þeirra geta skoðað afraksturinn í London næstu vikur. Aðgangurinn er ókeypis.

Mick og Keith hafa ekki bara gefið rokki og róli sínu bestu ár. Því þeir hafa varla gert neitt annað alla sína ævi en að vera í rokkhljómsveitinni Rolling Stones.

Þann tólfta júlí nk. eru liðin 50 ár frá fyrstu tónleikum bandsins og af því tilefni opnar ljósmyndasýning á Somerset House safninu í London. Þar getur að líta úrval af myndum frá ferli þessarar merkilegu hljómsveitar sem tryllt hefur lýðinn svona lengi. Á sýningunni eru meira en sjötíu myndir og margar þeirra hafa aldrei áður verið birtar.

Sýningin opnar þann 13. júlí og stendur til 27. ágúst og það kostar ekkert inn.

Sjá nánar á heimasíðu Somerset House.

NÝJAR GREINAR: Zurich er byggilegust
TENGDAR GREINAR: London vegvísir