Útsala á gistingu í einn sólarhring

Þeir sem eru á leiðinni til Kaupmannahafnar, London, Parísar eða Rómar á næstunni geta gert góð kaup á gistingu næsta sólarhring.

Útsölur á hótelum eru fátíðari en tilboð á flugmiðum. Hótelbókunarsíðan Hotels.com lofar hins vegar allt að helmings afslætti á gistingu á nokkrum hótelum víðs vegar í heiminum næsta sólarhring.

Þarna er að finna ágætis úrval af hótelum á áfangastöðum sem flogið er beint til frá Íslandi. Þar á meðal Kaupmannahöfn og London og í þeirri fyrrnefndu eru sum hótelin mjög fínn kostur, t.d. Hotel Ibsens sem er staðsett við Nansensgade, eina skemmtilegustu götuna í Köben, í göngufæri við Strikið og í næstu götu við Torvehallerne nýjan matarmarkað borgarinnar.

Sjá nánar á heimasíðu Hotels.com en útsalan er aðeins þann 27. júlí og miðað er við klukkuna á meginlandi Evrópu.

NÝJAR GREINAR: Íslendingar sýna easyJet minni áhuga

Mynd: Túristi