Vökvabann í flugi framlengt

Í apríl rennur út gildistími núverandi reglna sem takmarka þann vökva sem flugfarþegar mega taka með sér í handfarangur. Bannið hefur nú verið framlengt um óákveðinn tíma.

Í nærri sex ár hefur sú regla gilt að flugfarþegar mega aðeins taka með sér vökva í flug sem kemst fyrir í 100 millilítra umbúðum. Ílátin verða að vera ofan í poka sem svo er skimaður í vopnaleitinni.

Vonir stóðu til að banninu yrði aflétt í Evrópu í apríl næstkomandi eða slakað yrði á kröfunum. Evrópusambandið hefur hins vegar ákveðið að framlengja bannið þar sem illa hefur gengið að þróa öryggisbúnað sem finnur sprengiefni í vökva. Þetta kemur fram á vef Daily Mail.

Samkvæmt heimasíðu Keflavíkurflugvallar þá eru reglurnar þessar:
– Hver eining umbúða má að hámarki rúma 100 millilítra (1dl) af vökva.
– Allar umbúðirnar verða að rúmast í gegnsæjum eins lítra plastpoka sem hægt er að lokameð plastrennilás.
– Hverjum farþega er heimilt að hafa með sér einn poka.
– Með umbúðum er átt við flöskur, túpur, hylki og annað sem getur innihaldið vökva.
– Gosflöskur og dósir eru flestar stærri en 100 ml (1dl) og eru því ekki leyfðar inn fyrir öryggishlið flugverndar.

Upplýsingar um undanþágur og fleira tengt takmörkun á vökva er að finna hér.

Fylgstu með Túrista á Facebook

TENGDAR GREINAR: Óþarfa eftirlit á KeflavíkurflugvelliKeflavíkurflugvöllur meðal 100 bestu

Mynd: Túristi