Zurich er byggilegust

Þær tuttugu og fimm borgir sem best er að búa í. Höfuðborgir Norðurlandanna hátt skrifaðar en Reykjavík og Osló komast ekki á listann.

Árlega leggja blaðamenn tímaritsins Monocle mat á hvaða borgir eru bestar til búsetu. Í fyrra var það Helsinki sem þótti standa fremst þegar litið var til þátta eins og heilbrigðismála, menntakerfisins, samgangna og sambands launa og verðlags.

Veðurfarið spilar greinilega ekki stóra rullu hjá Monocle mönnum því borgir í norðurhluta Evrópu eru ofarlega á listanum. Þar á meðal Kaupmannahöfn sem er alla jafna í einu af þremur efstu sætunum. Gamla höfuðborgin heldur þeim sessi í ár. Svissneska borgin Zurich er hins vegar í efsta sætinu. Standardinn á því sem Monocle telur skipta mestu máli er því hæstur þar þessi misserin.

Þar sem heimamönnum liður vel ætti að fara vel um túrista og því ekki úr vegi að taka hús á íbúum þessara staða á næstunni.

25 byggilegustu borgirnar í ár

  1. Zurich
  2. Helsinki
  3. Kaupmannahöfn
  4. Vín
  5. Munchen
  6. Melbourne
  7. Tókýó
  8. Syndney
  9. Auckland
  10. Stokkhólmur
  11. Kyoto
  12. Fukuoka
  13. Hong Kong
  14. París
  15. Singapúr
  16. Hamburg
  17. Honalulu
  18. Berlín
  19. Vancouver
  20. Madríd
  21. Barcelona
  22. Portland
  23. San Francisco
  24. Montreal
  25. Genf

NÝJAR GREINAR: Á heimavelli: Björgvin Ingi í ChicagoGrikkland að hætti Egils

Mynd; Ferðamálaráð Zurich