Samfélagsmiðlar

Á heimavelli: Georg í Madríd

Georg Haraldsson og fjölskylda eru flestum hnútum kunn í höfuðborg Spánar eftir að hafa verið þar í námi fyrr á árinu. Þau deila hér með lesendum uppáhaldsstöðunum sínum í borginni og öðrum sem túristar gætu haft gaman af að heimsækja.

Leikvellir og listaverk

El Retiro er stór almenningsgarður í hjarta Madrídar með marga leikvellir og svæði til þess að fara í lautarferð. Um helgar stilla listamenn þar upp verkum sínum og selja gersemar sínar. Einnig er boðið upp á brúðuleikhús fyrir börnin. Í miðjum garðinum er stórt vatn þar sem hægt er að leigja árabát fyrir lítið (€5) og í Kristalshöllinni eru yfirleitt ókeypis listsýningar. Ótal göngustígar liggja um garðinn sem gaman er að villast í.“

Tvö skemmtileg hverfi

Salamanca er fyrir ofan El Retiro garðinn. Í hverfinu leynast ótal búðir, bæði litlar og stórar, auk útibúa frá öllum helstu stóru tískumerkjunum. Gaman er að rölta niður Calle Jose Ortega y Gasset og „window sjoppa” í fínu búðunum.  Einnig eru aragrúi af búðum og veitingarstöðum á Calle de Goya, Calle de Velázquez og Calle de Serrano. Á Serrano, sem liggur í gegnum allt Salamanca hverfið, er að finna vöruhús El Corte Ingles sem selur allt milli himins og jarðar. Þar fá ferðamenn 10% aukaafslátt af flest öllu sem þar er selt auk 18 prósent tax free endurgreiðslu. Þarna er því hægt að gera góð kaup.

Uppáhalds veitingastaðurinn okkar í Salamanca var án efa Le Pain Quotidien eða „daglegt brauð”. Þar er hægt að fá sér hollan og góðan morgunmat, hádegismat eða kvöldmat. Í hverfinu er fullt af tapas stöðum, t.d. Lateral, Teatriz og Mas Q Menos svo einhverjir séu nefndir. Þess má geta að Salmanca er eitt af fínustu hverfum Madrid borgar og því er verðlagið á veitingastöðum þar oft aðeins hærra en í öðrum hverfum.

La Latina hverfið, sem er rétt hjá Puerta Del Sol og Mercado de San Miguel (sjá neðar), einkennist af þröngum götum með börum, kaffihúsum, tapas stöðum og litlum sérverslunum. Á sunnudögum er þar haldinn stór útimarkaður sem heitir El Rastro. Markaðurinn er alltaf mjög fjölmennur og er best að mæta snemma til að sleppa við mesta mannhafið, en markaðurinn er opinn frá klukkan 9 til 15 alla sunnudaga. Á El Rastro er hægt að finna ýmsan varning, bæði nýjan og notaðan og er því gott að vera með nóg af seðlum ef maður finnur eitthvað fallegt.“

Skyldustopp fyrir sælkera

„Matarmarkaðurinn Mercado de San Miguel er án efa sá staður sem mun kæta matgæðinga hvað mest í Madríd. Þetta er líka einn af okkar uppáhaldsstöðum í borginni. Markaðurinn er staðsettur í stórum glerskála rétt hjá Puerta Del Sol, í miðbæ Madrídar. Veitingarnar eru oftast borðaðar á staðnum til að upplifa stemmninguna sem markaðnum fylgir sem best. Margar tegundir af mat og drykk eru í boði, allt frá fingramat og ostum upp í ostrur, sushi, fínustu rauðvín og kobekjöt. Þarna er líka bakarí og ísbúð og þeir sem eiga leið hjá mega ekki gleyma að fá sér jógúrtísinn með fersku ávöxtunum, hann var mjög vinsæll hjá okkur.

Það er alltaf mikið að gera á Mercado de San Miguel og því borgar sig að vera þolinmóður ef maður vill borða inni við borð. Maturinn er í öllum verðflokkum og ættu því allir að geta fundið sér eitthvað við sitt hæfi.

Madrid er með öruggari borgum í Evrópu, en vasaþjófar geta leynst víða og er það oft ólíklegasta fólkið sem er að stela.“

TENGDAR GREINAR: Greta Mjöll í BostonBjörgvin Ingi í Chicago

Nýtt efni

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …

Fataverslunin Húrra Reykjavík opnar í brottfararsal Keflavíkurflugvallar í vor og verður þar boðið upp á úrval af fatnaði og skóm frá vinsælum vörumerkjum fyrir farþega á leið úr landi. „Við erum að stíga stór skref með opnun þessarar nýju og glæsilegu verslunar, sem á sér stað í tilefni af 10 ára afmæli fyrirtækisins. Þetta er …

MYND: ÓJ

„Þetta er ein heitasta gjafavara Íslands, það get ég sagt fullum fetum. Seljum mikið á netinu hjá okkur út um allan heim,“ segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus, við fyrirspurn FF7 um vinsældir burðarpoka Bónus meðal ferðamanna.  Áberandi er við verslanir Bónus í miðborginni að ferðamenn kaupa þar gjarnan marga burðarpoka úr endurefni efni sem skarta …

Koffínlausar kaffibaunir eru hefðbundnar kaffibaunir þar sem beiskjuefnið og örvandi hlutinn koffín hefur verið fjarlægt. Útbreiddasta og ódýrasta ferlið við að losa baunirnar við koffínið er hins vegar orðið umdeilt þar sem efnasambönd sem við það eru notuð eru nú tengd við ýmsa heilsufarskvilla.Hægt er að beita nokkrum aðferðum við að losa kaffibaunir við koffín. …

Þrjátíu og átta trilljónir er tala sem er svolítið erfitt að skilja. Trilljón er notað í Bandaríkjunum yfir það sem við Íslendingar köllum billjón, og billjón er þúsund milljarðar, eða milljón milljónir. Á núverandi gengi eru 38 trilljónir Bandaríkjadala sama og 5.320 billjónir íslenskra króna, eða 5,3 milljón milljarðar.  Það er gott að hafa þetta …