Bjóða spjaldtölvur til að spara eldsneyti

Í fluggeiranum er lögð mikil áhersla á að gera þoturnar léttari og spara þannig bensín. Skjáir í stólbökum eru því ekki lengur fýsilegur kostur enda geta þeir kostað fúlgur fjár í auka eldsneyti.

Þyngd afþreyingarkerfis í stærstu farþegaþotunum er víst talin í tonnum. Það kostar því sitt að fljúga með allt þetta hlass milli heimsálfa þegar olíuverðið hátt eins og það er nú. Með því að bjóða farþegunum spjaldtölvur til afnota í stað þess setja afþreyingakerfi í vélarnar er talið að flugfélög geti sparað sér stórar fjárhæðir og um leið gert flugið umhverfisvænna.

Samkvæmt frétt Politiken hafa áströlsku félögin Qantas og Virgin Australia kosið að sleppa því að setja skjái í sætisbök og spilara undir sessur í nýjustu vélunum sínum. Í staðinn fá farþegar lánaðar eða leigðar ipad tölvur til að drepa tímann.

NÝJAR GREINAR: Hótel með allt innifalið henta ekki öllum börnum

Mynd: Lufthansa