Fleiri fljúga til Kaupmannahafnar

Á fyrstu sjö mánuðum ársins fjölgaði farþegum milli Keflavíkur og Kaupmannahafnar um 2402. Framboð á flugsætum á þessari flugleið í júlí jókst þó meira en eftirspurnin.

Allt árið um kring er boðið upp á nokkrar daglegar ferðir til Kaupmannahafnar. Yfir sumarmánuðina eru ferðirnar allt að sex á sólarhring. Farþegafjöldinn á þessari flugleið er því mikill. Í ár hafa 219.849 farþegar flogið þessa leið sem er aukning um rúmt eitt prósent frá árinu á undan samkvæmt upplýsingum frá Kaupmannahafnarflugvelli. Hver farþegi er talinn einu sinni á leiðinni út og aftur á heimleiðinni.

Verri sætanýting

Í júlí síðastliðnum flugu rúmlega 51 þúsund manns milli Kastrup og Keflavíkur sem var viðbót upp á 3,5 prósent frá sama tíma í fyrra. Hins vegar fjölgaði ferðum frá Keflavík til dönsku höfuðborgarinnar um níu prósent í júlí samkvæmt tölum úr ferðagagnabanka Túrista. Munar þar mest um tilkomu WOW air.

Það er því óhætt að fullyrða að sætanýtingin í síðasta mánuði hafi verið verri en á sama tíma í fyrra. Þrátt fyrir farþegaaukningu á flugleiðinni um nærri átján hundruð manns.

Eins og áður hefur komið fram verður ekki áframhald á Kaupmannahafnarflugi WOW air í vetur.

Fylgstu með Túrista á Facebook

TILBOÐ: 5% afsláttur á ódýru hóteli í Kaupmannahöfn
TENGDAR GREINAR: Hingað getur þú flogið beint í vetur

Mynd: Túristi