Heimstónlistarhátíð í Köben um helgina

Á fimmtudaginn hefst festival í Kaupmannahöfn þar sem áhersla er lögð á tónlist frá öllum heimsins hornum.

Jazzhátíðin í Kaupmannahöfn er fyrir löngu búin að festa sig í sessi. Nú reynir áhugafólk um heimstónlist að beina athygli borgarbúa að músík sem upprunin er í fjarlægari löndum.

Þann 30. ágúst hefst því fjögurra daga hátíð í Kaupmannahöfn sem tileinkuð er heimstónlist. Þetta í þriðja skiptið sem efnt er til veislunnar.

Þeir sem eru á ferðinni til Kaupmannahafnar í vikunni og vilja komast á tónleika ættu því að kynna sér dagskrá hátíðarinnar hér. Á suma atburði kostar ekki krónu.

NÝJAR GREINAR: Með áratugareynslu af samkeppni

Mynd: Cph world