Heldur evrukrísan fargjöldum niðri?

Framkvæmdastjóri Ryanair spáir því að slæmt efnahagsástand í Evrópu muni halda aftur af verðhækkunum í fluggeiranum.

Fréttir af neyðarlánum, miklu atvinnuleysi og lækkandi íbúðaverði hafa vafalítið áhuga á ferðagleði fólks. Og þar sem jákvæð tíðindi frá evrusvæðinu eru fátíð þessi misserin er líklegt að margir íbúar þess haldi sig heima í vetur eða fækki utanlandsferðunum. Þetta er alla vega spá framkvæmdastjóra Ryanair, stærsta lággjaldaflugfélags álfunnar. Haft er eftir honum í The Guardian að efnahagsástandið og hátt olíuverð muni halda verðhækkunum á farmiðum í skefjum.

Eftirspurnin ræður

„Verðið hjá okkur ræðst af framboði og eftirspurn,“ segir Heimir Már Pétursson, upplýsingafulltrúi Iceland Express, aðspurður um hvaða verðþróun hann sjái í kortunum. Hann segir að gengi gjaldmiðla og ekki hvað síst krónunnar hafi líka áhrif.

NÝJAR GREINAR: Spánn verður dýrari

Mynd: dichohecho (Creative Commons)