Samfélagsmiðlar

Hingað getur þú flogið beint í vetur

Kaupmannahöfn

Hann er vandfundinn sá Íslendingur sem hefur ekki gengið eftir Strikinu í Kaupmannahöfn. Þeir eru líka mýmargir landar okkar sem dvelja allt árið um kring í góðu yfirlæti meðal gömlu herraþjóðarinnar. Það því ekki að undra að loftbrú er milli Keflavíkur og Kastrup næstum allt árið um kring. Iceland Express og Icelandair fljúga þangað í vetur en þó mismargar ferðir.

MEIRA UM KÖBEN: Ódýrt hótel gefur lesendum Túrista 5% afsláttÞessi tvö eru kannski á leið á Moderna á Skeppsholmen í Stokkhólmi[/caption]

London

Hvað ætli margir hér á landi muni leggja leið sín til Lundúna í vetur til að sjá fótboltaleik? Svarið er væntanlega þúsundir. Það er því ekki að undra að framboð á flugi til borgarinnar er svona mikið. Icelandair mun fjölga ferðum sínum þangað í vetur því félagið hyggst fljúga til Gatwick flugvallar og Heathrow frá og með október. Iceland Express, WOW air og easyJet flytja líka fólk héðan til heimsborgarinnar nokkrum sinnum í viku.

Manchester

Fótboltaferðir til Manchester eru ekki síður vinsælar en ferðirnir til London. Í norðurhluta Englands halda nefnilega til mörg af þekktari liðum landsins. Þrjár ferðir í viku til borgarinnar eru á vetrardagskrá Icelandair.

Minneapolis

Hin risastóra verslunarmiðstöð Mall of America hefur lokkað marga til Minneapolis og mun líklega gera um ókomna tíð. Icelandair tekur sér vetrarfrí frá flugi til borgarinnar frá miðjum október.

Munchen

Velmegun er hvergi meiri í Þýskalandi en í Bæjaralandi. Þar er Munchen borg borganna. Þeir sem vilja heimsækja ólympíuborgina geta flogið þangað beint allt árið um kring með Icelandair.

New York

Heimsborgin á austurströnd Bandaríkjanna er uppáhalds borg margra. Hér er allt sem hugurinn girnist og nóg af því. Icelandair flýgur allt árið til borgarinnar.

MEIRA: Ísold á heimavelli í New York

Orlandó

Það er vinsælt að flýja skammdegið og kuldann hér heima og halda til Flórída á veturna. Þeir sem vilja sóla sig í þessum hluta heimsins geta fengið far með Icelandair í allan vetur.

MEIRA: Guðrún á heimavelli í Orlandó

Osló

Það ríkir mikil samkeppni um farþegana til höfuðborgar Noregs í vetur. Norwegian hefur nefnilega blandað sér í slaginn og lofar fríu neti í fluginu sem tekur um þrjá tíma. Icelandair og SAS fljúga oftar til borgarinnar en nýliðarnir.

París

Í sumar hafa fjögur félög boðið upp á flug til Parísar. Í vetur heltast þrjú þeirra úr lestinni og Icelandair mun eitt halda upp í áætlunarferðum til borgar ljósanna sem hefur lengi verið einn vinsælasti áfangastaður túrista.

MEIRA UM PARÍS: Kristín á heimavelli í París

Salzburg

Fæðingarborg Mozart er áfangastaður skíðaáhugafólks á veturna því í námunda við borgina er að finna mörg góð svæði fyrir vetraríþróttir. Jólamarkaður borgarinnar nýtur einnig mikillar hylli og svo hefur svona gömul og merk menningarborg líka upp á margt annað að bjóða. WOW air spreytir sig á vikulegu flugi til Salzburg í vetur.

Seattle

Flugið til norðvesturhluta Bandaríkjanna tekur sinn tíma en það truflar ekki þá sem vilja heimsækja Seattle. Icelandair hefur fjölgað ferðum sínum þangað og verða þær daglegur viðburður lungan úr vetri.

Stavanger

Icelandair flýgur til nokkurra áfangastaða í Noregi og Stavanger í suðurhluta landsins er ein þeirra.

Stokkhólmur

Ferðamálaráð borgarinnar hefur reitt kollega sína í Kaupmannahöfn og Osló til reiði með því að markaðssetja Stokkhólm sem „Capital of Scandinavia“. Hvað sem þessum deilum líður þá er enginn vafi á því að Stokkhólmur er meiri stórborg en hinar tvær. Flug til Stokkhólms á vegum Icelandair er í boði alla daga vikunnar.

MEIRA: Vegvísir fyrir Stokkhólm

Toronto

Fjölmennasta borg Kanada hýsir fólk frá öllum heimsins hornum sem krydda þar lífið og tilveruna. Icelandair flýgur til Toronto fram í byrjun nóvember.

Meira: Hótel heimamanna í Toronto

Varsjá

Pólverjar eru fjölmargir hér á landi og því er sennilega að þakka hversu góðar flugsamgöngurnar eru héðan til Varsjár. Iceland Express ætlar að fljúga tvisvar í viku til borgarinnar fram til loka október.

Washington DC

Áður fyrr voru það öll kennileiti borgarinnar sem fengu túrista til að gera sér ferð til Washington. Í dag er það ekki síður matarkúltúr borgarinnar og allt það sem hún hefur upp á að bjóða fyrir heimsborgara. Ekki skemmir heldur fyrir að aðgangur að flestum söfnum borgarinnar er ókeypis. Icelandair flýgur höfuðborgar Bandaríkjanna fjórum sinnum í viku.

Þrándheimur

Noregur nýtur ekki bara vinsælda meðal Íslendinga sem vilja spreyta sig í útlöndum heldur einnig meðal ferðamanna. Beint flug Icelandair til borgarinnar stendur fram yfir áramót.

Myndir: Visit Denver og Nicho Södling/imagebank.sweden.se

Nýtt efni

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …