Meirihlutinn spenntur fyrir gistingu með fullu fæði

Hótel þar sem allar veitingar eru innifaldar í verðinu njóta vinsælda. Margir lesendur Túrista kunna vel að meta þessa tegund hótela.

Fjórir af hverjum tíu Dönum panta sér gistingu á hóteli, þar sem allt er innifalið, þegar ferðinni er heitið til sólarlanda. Ekki er vitað hvert hlutfallið er hér á landi en af framboði ferðaskrifstofanna að dæma þá er töluverður áhugi á þessu gististöðum meðal íslenskra ferðamanna.

Samkvæmt lesendakönnun Túrista þá segjast 54 prósent lesenda vera spenntir fyrir þessari tegund gististaða. Aðrir segja þessi hótel ekki vera fyrir sig.

Í könnuninni voru greidd 341 atkvæði.

TENGDAR GREINAR: Hótel með allt innifalið henta ekki öllum börnum
TILBOÐ Á GISTINGU: 5% afsláttur á ódýru hótel í Kaupmannahöfn

Mynd: Ric e Etta/Creative Commons