Stundvísitölur: Sjaldnar á réttum tíma

klukka

Tafir á brottförum WOW air voru að jafnaði rúmur hálftími síðastliðnar tvær vikur. Hlutfall ferða sem var á áætlun lækkaði milli tímabila.

Stundvísi Icelandair, Iceland Express og WOW air var góð fyrri hluta sumars. Síðastliðin hálfan mánuð lækkaði þó hlutfall þeirra ferða sem voru á áætlun samanborðið við vikurnar á undan. Minnst hjá Iceland Express. Var félagið á réttum tíma í 91 prósent tilvika og voru tafirnar litlar. Hjá Icelandair og WOW air voru um átta af hverjum tíu ferðum á áætlun. Meðaltöf á brottförum þess síðarnefnda var 33 mínútur en 11 mínútur hjá Icelandair. Ástæðan er umtalsverð seinkun á nokkrum ferðum félaganna frá landinu.

Icelandair fór hátt í þúsund ferðir

Í júlí er nóg að gera á Keflavíkurflugvelli því þá nær straumur ferðamanna til landsins hámarki. Til marks um það voru ferðir Icelandair, til og frá landinu, hátt í eitt þúsund talsins á seinni hluta mánaðarins. Það er nærri því fjórum sinnum fleiri flug en Iceland Express og WOW air fóru samanlagt.

Stundvísitölur Túrista, 16. til 31. júlí (í sviga eru niðurstöður fyrri hluta júlí).

16. – 31. júlí.

Hlutfall brottfara á tímaMeðalseinkun brottfaraHlutfall koma á tíma
Meðalseinkun komaHlutfall ferða á tíma
Meðalbið alls
Icelandair84% (92%)11 mín (3 mín)80% (88%)10 mín (3 mín)82% (90%)10 mín (3 mín)
Iceland Express94% (96%)2 mín (3 mín)88% (91%)2 mín (12 mín)91% (94%)

2 mín (8 mín)

WOW air77% (95%)33 mín (0,5 mín)85% (98%)6 min (1 mín)81% (96%)19 mín (1 mín)

Um útreikningana: Daglega reiknar Túristi út hversu mikill munur er á áætluðum komu- og brottfaratímum og þeim tímasetningum sem gefnar eru upp fyrir lendingar og flugtak á heimasíðu Keflavíkurflugvallar. Þar sem seinkun um korter telst vera innan skekkjumarka í fluggeiranum þá eru fimmtán mínútur dregnar frá öllum seinkunum. Flug sem tefjast um minna en stundarfjórðung teljast vera á áætlun.

Fylgstu með Túrista á Facebook

NÝJAR GREINAR: Reglur um skó endurskoðaðar í haustÍslendingar sýna easyJet minni áhuga
TENGDAR GREINAR: Á áætlun þrátt fyrir annríki

Mynd: Gilderic/Creative Commons