Verðmætustu ferðamannastaðir í Evrópu

Mannvirki á borð við Eiffel turninn í París og Colosseum í Róm laða til sín milljónir ferðalanga árlega og skapa þannig miklar tekjur.

Á síðasta ári borguðu rúmar sjö milljónir manna fyrir aðgang að útsýnispöllum hins 324 metra háa Eiffel turns í París. Alls hafa því rúmlega tvö hundruð milljónir gesta farið upp í turninn síðan hann var opnaður árið 1889.

Ítalskir reiknimeistarar hafa nú komist að þeirri niðurstöðu að Eiffel turninn sé virði sem samsvarar 67 billjónum íslenskra króna samkvæmt frétt Daily Mail. Enginn annar viðkomustaður ferðamanna í Evrópu kemst nálægt þessum verðmiða sem Ítalirnir hafa nú sett á franska turninn.

Næst verðmæstasti staðurinn er Colosseum í Rómaborg sem fjórar milljónir ferðamanna heimsóttu á síðasta ári. Hringleikahúsið er metið á 13 billjónir króna og dómkirkjan í Barcelona, Sagrada Familia, er álíka verðmæt.

Sjö verðmætustu ferðamannastaðir Evrópu:

  1. Eiffel turninn í París
  2. Colosseum í Róm
  3. Sagrada familia í Barcelona
  4. Duomo kirkjan í Mílanó
  5. Lundúnaturn (Tower of London)
  6. Prado safnið í Madríd
  7. Stonehenge í Bretlandi

TENGDAR GREINAR: Fleiri Bretar séð Eiffel en Buckingham höll

Mynd: Wikicommons