Ætlar Delta að fljúga hingað daglega?

Síðustu tvö sumur hefur bandaríska flugfélagið Delta flogið milli Keflavíkur og New York fimm sinnum í viku. Á heimasíðu félagsins er nú hægt að bóka beint flug alla daga vikunnar til og frá Íslandi.

Erlendu flugfélögin sem fljúga hingað til lands bjóða upp eina til þrjár ferðir í viku. SAS og Delta hafa verið undantekning frá þessari reglu. Nú virðist það síðarnefnda stefna á að bæta í því á heimasíðu félagsins er nú hægt að bóka flug frá Keflavík til New York alla daga vikunnar í júní og júlí á næsta ári.

Talskona félagsins vill samt ekki staðfesta við Túrista að dagleg flug hingað til lands verði ofan á þegar sumaráætlun næsta árs verður kynnt síðar í haust. Hún segir þó að flug Delta til Íslands hafi gengið vel síðustu tvö ár.

Fylgstu með Túrista á Facebook

NÝJAR GREINAR: Ferðaminningar Atla FannarsFjör á fjórtánda stræti í Washington

TENGDAR GREINAR: Delta dregur verulega úr Íslandsflugi

Mynd: Wikicommons / Juergen Lehle