Samfélagsmiðlar

Ferðaminningar Atla Fannars

Atli Fannar, framkvæmdastjóri Bjartrar framtíðar, á góðar minningar frá heimsóknum til frændþjóðanna en átti erfitt með að ná sambandi við heimamenn í Slóvakíu. Atli Fannar deilir hér nokkrum ferðasögum með lesendum.

Fyrsta ferðalagið til útlanda:

Fjögurra ára gamall fór ég til Spánar með foreldrum mínum og systur. Þetta var árið 1988 en amma mín og afi eiga hlut í húsi í Torrevieja. Ýmislegt úr ferðinni er minnisstætt. Ég sá í fyrsta skipti frosk og upplifði mikinn hrylling þegar ég ætlaði að skrúfa frá krana sem hann notaði sem hvíldarstað. Ég eignaðist líka fyrsta gæludýrið mitt. Það var snigill. Hann strauk í skjóli nætur. Þá var mér mikið strítt af þjónum veitingastaða sem létu eins og þeir hefðu aldrei séð ljóshærðan dreng áður og kipptu ítrekað í skottið mitt, en slík klipping þótti töff á þessum tíma. Er mér sagt.

Best heppnaða utanlandsferðin:

Hróarskelda 2006 var algjör unaður. Okkur tókst að smala saman í hóp af miklum snillingum sem höfðu aldrei ferðast erlendis saman. Úr varð frábær ferð, sólin skein allan tímann, ótrúlegt magn af stórkostlegum hljómsveitum kom fram á hátíðinni og steikurnar á Jensen’s Bøfhus voru gómsætari en nokkru sinni fyrr, þó rækjukokkteillinn hafi haft leiðindar afleiðingar í för með sér.

Verst heppnaða utanlandsferðin:

Ég hef aldrei farið í misheppnaða utanlandsferð en viðhorf mitt til Slóvakíuferðar árið 2002 hefði mátt vera betra. Ég var 17 að verða 18 á miklu gelgjuskeiði og vann ferðina ásamt Völundi vini mínum í hönnunarsamkeppni Fjölbrautarskóla Suðurlands en við fórum út ásamt tveimur kennurum. Ég fann landinu allt til foráttu: Maturinn var ekki nógu góður, rúmin voru of hörð, sætu stelpurnar skildu mig ekki og ég ekki þær. Eftir á að hyggja var þetta samt frábær ferð. Ég fagnaði 18 afmælinu mínu úti með því að kaupa stærstu og rykugustu freyðivínssflösku sem ég hef séð. Innihaldið bragðaðist hræðilega en hvarf á dularfullan hátt eftir að ég fór að sofa.

Tek alltaf með í fríið:

Ég tek ekkert sérstakt með mér að heiman fyrir utan vegabréf og kreditkort. En ég er með ákveðna athöfn á flugvöllum sem má ekki klikka. Vegna mikillar flughræðslu mæti ég ávallt snemma í Leifsstöð og fæ mér nokkra bjóra til auðvelda mér svefn í fluginu. Ég geri það sama erlendis en kaupi alltaf tímarit þar sem spennan sem fylgir því að komast heim hjálpar ekki við svefninn, þrátt fyrir bjórsumblið.

Besti maturinn sem ég hef smakkað á ferðalagi:

Ég fékk stórkostlegt sushi í Færeyjum í fyrra en ekkert slær út 35 króna spagettíið á Hróarskeldu. Verst að miðað við gengið kostaði skálin 350 krónur þegar ég fór síðast en um 700 krónur í dag. Samt þess virði.

Uppáhaldsstaðurinn í útlöndum:

Ég á eflaust eftir að finna hann. Mér leið mjög vel í Svíþjóð. Væri til í að fara þangað oftar.

Draumafríið:
Asía. Ekki spurning.

Nýtt efni

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …