Samfélagsmiðlar

Fjör á fjórtánda stræti í Washington

Gata fyrir sælkera og stuðpinna í borg pólitíkusa og erindreka.

Höfuðborg Bandaríkjanna er stundum sögð litlaus diplómataborg. Túristi gerði sér far þangað nýverið og komst að því að borgin er höfð fyrir rangri sök. Þar er víða heitt í kolunum. Sérstaklega á svæðinu sem kennt er við Logan Circle.

„Ef þú vilt vera í hringiðunni þá er þetta staðurinn. Hér er mikið stuð og endalaust úrval af frábærum mat. Þess vegna vilja allir búa hér“, segir Robert Shields, íbúi við fjórtánda stræti, þegar útsendari Túrista tekur hann tali á sjóðheitum sumardegi í Washington.

Þeir eru fleiri íbúar Washington sem segja svæðið vera aðalstaðinn í borginni um þessar mundir. „Það hafa að minnsta kosti tíu nýir veitingastaðir opnað hér á svæðinu síðustu misseri og það er ótrúlegt að fylgjast með uppbyggingunni“, segir sessunautur minn við barborðið á Church Key, einum af börunum við götuna. Hann segist vera nýkominn heim úr námi í A-Evrópu og að sér finnist matarkúltúrinn í Washington hafa batnað mikið þau ár sem hann dvaldi í útlöndum. „Nú er fjölbreytnin á matseðlum veitingastaðanna miklu meiri og fólk pantar sér ekki Budweiser heldur frekar öl bruggað hér í nágrenninu.“

„Maturinn á betri bjór skilinn“

Það er því víðar en hér heima sem fólk sýnir nýjum, litlum bjórframleiðendum aukin áhuga. Á veitingastaðnum Birch and Barley, sem er á hæðinni fyrir neðan Church Key barinn, er til að mynda boðið upp á 555 tegundir af bjór og óhætt að fullyrða að aðeins fagmenn á sviðinu kannast við vörumerkin á drykkjarseðlinum. Hér er enginn Heineken, Stella Artois eða Coors. Aðeins bjór frá brugghúsum sem lítið fer fyrir. Eigandinn segir að réttir staðarins séu settir saman með bjór í huga. Þannig geti matargestir pantað sér mismunandi öl fyrir hvern rétt. Fólk fær drykkina því servereða í litlum glösum og getur því prófað nokkrar tegundir á meðan á máltíðinni stendur.

Birch and Barley var opnaður fyrir þremur árum síðan og hefur fengið mikið lof matargagnrýnenda vestanhafs. Sama má segja um Bar Pilar og Pearl Dive Oyster Palace sem finna má á sama svæði. Staðirnir þrír eiga það líka sammerkt að vera á tveimur hæðum, með bar á efri og matsölustað á þeim neðri. Stemningin er líka frekar afslöppuð og verðið ekki svo hátt. Aðalréttir á bilinu eitt til þrjú þúsund krónur og stórt ölglas á þúsund.

Vinsælar franskar á vínbar

Hún er vandfundinn vínflaskan sem á er skrifað að innihaldið passi sérstaklega vel með frönskum kartöflum. Á vínbarnum Cork bar á fjórtánda stræti er hins vegar enginn réttur vinsælli er franskar hússins. Þegar inn á staðinn er komið leynir það sér ekki að þetta er vel sóttur staður og pússarinn við enda barborðsins hefur varla undan að fægja glös. Þarna er boðið upp á smárétti og enginn þeirra selst jafn mikið og frönsku karftöflunnar sem kryddaðar eru með steiktum hvítlauk, steinselju og sítrónuberki. Þó ekki maukað saman í gremolata heldur fær hvert krydd að vera sóló og úr verður blanda sem hefur borið hróður staðarins víðar en gæðavínin sem þar eru á boðstólum.

Hvað er klukkan í Reykjavík?

Það er hætt við að margir íslenskir ferðamenn endist stutt út á galeiðunni í Washington. Alla vega fyrstu kvöldin því tímamismunurinn á Íslandi og austurströnd Bandaríkjanna er fimm tímar á veturna. Þeir sem vilja fá sönnun þess að það sé löngu kominn háttatími á Íslandi þótt nóttin sé ung í Washington ættu að líta við á hinum vinsæla bar Café Saint-Ex. Þar hangir nefnilega klukka á vegg sem sýnir hvernig tímanum líður í Reykjavík.

Hanastél í felum

Þó það sé mikið líf við fjórtánda stræti þá standa þar nokkur hús tóm. Hús númer 2009 lítur út fyrir að vera eitt slíkt, byrgt er fyrir gluggana og ekkert sem gefur til kynna að þar fyrir innan sé nokkuð áhugavert. En ef þú opnar ómerktar dyrnar og biður manninn sem þar stendur að hleypa þér inn þá ertu kominn inn á rómaðasta kokteilbar borgarinnar, Gibson bar. Með þessum feluleik reyna eigendurnir að endurvekja stemmninguna sem ríkti á bannárunum vestanhafs. Það leynir sér ekki að hér eru metnaðarfullir veitingamenn á ferðinni því barinn, garðurinn og síðast en ekki síst drykkirnir, eru í hæsta gæðaflokki.

Ferðamaður sem ætlar að gera Washington góð skil ætti því ekki að eyða allri orku í að skoða heimsfræg kennileiti borgarinnar heldur njóta kvöldsins á fjórtánda stræti.

Icelandair flýgur til Washington allt árið um kring.

Sjá staðina á korti.

Heimamenn mæla með:


TENGDAR GREINAR: Bæjarins bestu í Washington

Myndir: Túristi og Birch & Barley 

Nýtt efni

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …

Xiaomi er hraðvaxta hátæknifyrirtæki í Beijing í Kína, stofnað fyrir 14 árum af frumkvöðlinum og milljarðamæringnum Lei Jun og félögum hans. Á síðasta ári var fyrirtækið í þriðja sæti á lista þeirra sem seldu flesta farsímana - næst á eftir Samsung og Apple. Xiaomi framleiðir og selur margskonar annan háþróaðan tæknibúnað og neytendavörur en samdráttur …

Fyrir rúmu ári var greint frá því að þýska Lufthansa-samsteypan hefði áhuga á að kaupa 40 prósenta hlut í ítalska þjóðarflugfélaginu ITA en niðurstaða hefur ekki enn fengist. Í janúar hóf Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins rannsókn á samkeppnisáhrifum þess að Þjóðverjarnir eignuðust stóran hlut í ítalska flugfélaginu sem lengi hefur verið stjórnvöldum á Ítalíu höfuðverkur.  Nú í …

Fyrir mánuði sendi Storytel frá sér fréttatilkynningu þar sem kynnt var ný þjónusta fyrir notendur. Brátt eiga hlustendur hljóðbóka möguleika á að velja nýjan lesara ef þeim líkar ekki innlesturinn. Valraddirnar eru allar skapaðar af vélmennum eða svokölluðum gervigreindarupplesurum.  Þetta nýja verkfæri Stoyrtel er tekið í gagnið vegna þess að 89 prósent af þeim sem …