Fríar veitingar fyrir alla farþega

Ástralskt flugfélag tekur upp gamla siði.

Það eru ekki bara lágfargjaldaflugfélögin sem rukka fyrir veitingar um borð. Mörg hinna hefðbundnu eru fyrir löngu hætt að bjóða upp á mat og áfenga drykki. Sérstaklega fyrir þá farþega sem sitja í ódýrustu sætunum.

Virgin flugfélagið í Ástralíu ætlar hins vegar á móti straumnum og gefa öllum að borða án endurgjalds frá og með haustinu. Þess ber þó að geta að félagið ætlar aðeins að vera svona gjafmilt þegar flugtíminn er meira en fjórir tímar samkvæmt frétt Aftenposten.

Virgin er næststærsta flugfélagið í Ástralíu og á í harðri samkeppni i við Qantas um hylli ferðamanna.

TENGDAR GREINAR: Verðkönnun á flugvélamat

Mynd: Zen/Creative Commons