Fúlustu flugvallarstarfsmenn Bretlands

Hér eru þær flugstöðvar þar sem Bretum þykir þjónustan verst og best.

Seinkanir á flugi og týndur farangur getur haft slæm áhrif á skap flugfarþega. Þá getur jákvætt viðmót starfsmanna flugvalla gert gæfumuninn. Þeir sem vinna á Luton flugvelli, í nágrenni London, eru hins vegar líklegri til að vera súrir í vinnunni en starfsmenn annarra breskra flugvalla. Þetta er niðurstaða könnunar vefsíðunnar Skyscanner. Fjöldi svara var um fimm hundruð.

Lesendur síðunnar voru beðnir um að gefa starfsfólki breskra flugvalla einkunn og kom starfsfólkið í Luton verst út. Breska lággjaldaflugfélagið easyJet flýgur frá Keflavík til Luton og því vafalítið margir Íslendingar sem hafa farið um flugstöðina síðustu mánuði.

Reyndar komust fjórir af fimm flugvöllum Lundúnasvæðisins á lista þeirra fúlustu. Þegar röðin kemur að þeim flugstöðvum þar sem vinalegasta starfsfólksið er að finna þá hafði Edinborg í Skotlandi vinninginn eins og sjá má hér að neðan.

Vellirnir með fúlusta starfsfólkið

  1. Luton
  2. Stansted
  3. Heathrow
  4. Gatwick
  5. Birmingham

 

Vellirnir með vinalegasta starfsfólkið

  1. Edinborg
  2. Newcastle
  3. Manchester
  4. Belfast Int.
  5. Belfast City

NÝJAR GREINAR: Fjör á fjórtánda stræti í Washington
TENGDAR GREINAR: Ekki svo einfalt með easyJet

Mynd: Wikicommons