Samfélagsmiðlar

Hóteltékk: Josty-Brauerei í Berlín

Ódýrt og vel staðsett íbúðahótel í höfuðborg Þýskalands.

Berlín er stór og hverfin mörg og það getur skipt sköpum að gista á góðum stað til að tapa ekki of miklum tíma í ferðalög innan borgarinnar. Josty Braueri í Mitte hverfinu er gististaður í ódýrari kantinum sem hentar fjölskyldum og hópum vel. Lesendur Túrista fá afslátt á gistingunni.

Staðsetningin

Íbúðahótelið Josty-brauerei er óneitanlega vel staðsett. Það er í Mitte, miðju Berlínar í bókstaflegri merkingu. Í hverfinu er nóg af góðum veitingastöðum, kaffihúsum og búðum. Í Auguststraße er margt skemmtilegra veitingastaða og bara og hún er í 5-10 mínútna göngufjarlægð. Ekki spillir síðan fyrir að margir þeirra staða sem vert er að skoða svo sem Unter den Linden, Museumsinsel (Safnaeyjan), Reichstag og Brandenburger Tor eru í göngufæri (innan við 20-30 min gangur á flesta staði). Friedrichstraße, ein af stærri verslunargötunum er heldur ekki langt undan. Það er líka auðvelt að nálgast alla staði með almenningssamgöngum en bæði stoppustöðvar fyrir neðanjarðarlest (á Rosenthaler Platz) og sporvagn (á Pappelplatz) eru nánast á næsta götuhorni.

Herbergin

íbúðahótelið er með 6 íbúðir, eins til tveggja herbergja, sem geta rúmað frá tveimur og upp í sex gesti. Þetta eru snotur og snyrtileg herbergi en enginn íburður. Í öllum íbúðum er baðherbergi og lítil eldhúsaðstaða með ísskáp og því helsta sem þarf til að útbúa morgunverð eða létta máltíð. í öllum íbúðunum er líka aðgengi að þráðlausu neti.

Verðið

Verðið er viðráðanlegt, á bilinu 70-90 evrur á dag (10500-13500 íslenskar krónur). Íbúðahótelið er í fallegum bakgarði í sögulegu umhverfi, gamla Josty brugghúsinu. Í garðinum er líka mjög huggulegur veitingastaður og bar, Katz Orange, sem er vinsæll meðal heimamanna. Það þarf þó ekki að óttast mikið ónæði af staðnum.
Útsendari Túrista gisti nýverið í einni þessara íbúða og getur hiklaust mælt með þeim fyrir þá sem eru að leita að gistingu í Berlín á góðu verði.

Josty Brauerei býður lesendum Túrista 5 prósent afslátt á gistingu. Sjá nánar hér.

TENGDAR GREINAR: Story Hotel í Stokkhólmi

Nýtt efni

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …