Stundvísitölur: Brottfarir á tíma en komur ekki

klukka

Nærri því allar brottfarir Icelandair, Iceland Express og WOW air frá Keflavík voru á réttum tíma seinni hluta ágústmánaðar. Komutímar stóðust sjaldnar.

Um það bil ein af hverjum fjórum heimferðum íslensku félaganna þriggja seinkaði á seinni hluti ágústmánaðar. Tafirnar voru þó ekki langar í mínútum talið eins og sjá má í töflunni hér fyrir neðan.

Ferðir frá landinu stóðust hins vegar nær alltaf áætlun. Hjá WOW air fóru t.a.m. allar ferðir á tíma.

Þrettán sinnum fleiri ferðir Icelandair

Á fyrri hluta mánaðarins flaug Icelandair daglega um fimmtíu sinnum til og frá landinu. Iceland Express fór sex ferðir á dag fyrstu tvær vikur september og WOW air um fjórar.

Stundvísitölur Túrista, 1. til 15. september (í sviga eru niðurstöður seinni hluta ágúst).

1. – 15. september.

Hlutfall brottfara á tíma Meðalseinkun brottfara Hlutfall koma á tíma
Meðalseinkun koma Hlutfall ferða á tíma
Meðalbið alls
Icelandair 92% (86%) 1 mín (5 mín) 75% (83%) 4 mín (4 mín) 84% (83%) 3 mín (4 mín)
Iceland Express 98% (98%) 0 mín (0 mín) 78% (99%) 3 mín (0 mín) 88% (99%)

2 mín (0 mín)

WOW air 100% (91%) 0 mín (2 mín) 70% (81%) 5 min (10 mín) 85% (86%) 2 mín (6 mín)

Um útreikningana: Daglega reiknar Túristi út hversu mikill munur er á áætluðum komu- og brottfaratímum og þeim tímasetningum sem gefnar eru upp fyrir lendingar og flugtak á heimasíðu Keflavíkurflugvallar. Þar sem seinkun um korter telst vera innan skekkjumarka í fluggeiranum þá eru fimmtán mínútur dregnar frá öllum seinkunum. Flug sem tefjast um minna en stundarfjórðung teljast vera á áætlun.

Fylgstu með Túrista á Facebook
TILBOÐ: 5% afsláttur á ódýru hóteli í Köben og á hótelíbúðum í Berlín

Mynd: Gilderic/Creative Commons