Van Gogh í Denver

Verk hollenska listmálarans Vincent Van Gogh verða flutt til Bandaríkjanna á næstunni og verða aðeins til sýnis á hinu glæsilega listasafni Denver borgar.

Hvernig varð Van Gogh að svona góður? Þeirri spurningu reyna aðstandendur sýningarinnar Becoming Van Gogh að svara á sýningu sem opnar í Denver Art Museum 21. október. Þar verða til sýnis sjötíu verk. Flest eftir aðalpersónuna sjálfa en líka eftir listamenn sem höfðu áhrif á einn Hollendinginn.

Sýningin verður uppi í þrjá mánuði og það er því kjörið fyrir þá sem leggja leið sína til Denver á næstunni, m.a. til að renna sér í Klettafjöllunum að kíkja á hið tilkomumikla listasafn borgarinnar sem teiknað var af hinum heimsþekkta arkitekt Daniel Libeskind.

TENGDAR GREINAR: Borg í góðum tengslum við náttúruna

Mynd: Denver Art Museum