Vilja taka við stjórnartaumum Disneylands

Bandaríkjamenn orðnir þreyttir á taprekstri í Frakklandi.

Forráðamenn Walt Disney í Bandaríkjunum eru orðnir langþreyttir á endalausum taprekstri Euro Disney skemmtigarðsins í Frakklandi. Sérstaklega í ljósi þess að garðurinn nýtur mikilla vinsælda og árlega borga um 15 milljónir manna þar aðgangseyri.

Gamlar skuldir eru að sliga reksturinn samkvæmt frétt Berlingske og íhuga forsvarsmenn Disney í Bandaríkjunum nú að auka eignahlut sinn úr fjörtíu í fimmtíu prósent og taka þannig völdinn í Frakklandi.

Í dag er hlutabréfaverð Euro Disney einn áttundi af því sem það var þegar garðurinn opnaði fyrir 20 árum síðan. Hefur það aldrei náð að toppa byrjunargengið.

TENGDAR GREINAR: Fáir í rússibana í rigningu

Mynd: Rene Mensen/Creative Commons