Samfélagsmiðlar

5 ástæður til heimsækja Berlín í vetur

Í Berlín eru stórviðburðir á listasviðinu næstum daglegt brauð og jólamarkaðir setja þar sterkan svip á á aðventuna. Það er líka leit að vestrænni stórborg þar sem verðlagið er jafn lágt og raunin er í höfuðstað Þýskalands. Það er því ærið tilefni til að gera sér ferð til Berlínar á næstunni og hér er það sem ber einna hæst.

Klassíkin

Berlín er besta óperuborg í heimi að mati breska blaðsins The Guardian. Það eru þrjú óperuhús í borginni og meðal stykkja á dagskrá vetrarins hjá Deutcshe Oper Berlin eru Töfraflautan, Carmen og Turandot. Aida verður frumsýnd í febrúar hjá Staatsoper en á fjölunum um þessar mundir eru La Traviata og Tosca. Klassískara verður það varla og ódýrustu miðarnir kosta 28 evrur (um 4500 krónur).

Berlínarfílharmonían spilar í Hörpu í nóvember en þeir sem vilja sjá þessa heimsþekktu hljómsveit á heimavelli hafa úr miklu að moða og er miðaverðið frá 30 evrum (4800 kr.) á tónleika sveitarinnar.

Jólamarkaðir

Í Þýskalandi finnst varla byggt ból þar sem ekki er jólamarkaður í desember. Höfuðborgin er þar engin undantekning og úrvalið af mörkuðum er töluvert á aðventunni. Hvíta tjaldbúðin við hið fallega Gendarmenmarkt torg hýsir einn vinsælasta markað borgarinnar og þar má kaupa alls kyns jóladót og veitingar.

Á Lúsíumarkaðnum í Prenzlauer Berg svífur skandínavískur andi yfir vötnum, við Charlottenburg slottið er að finna gott úrval af mat og skemmtun og rétt fyrir utan borgina, í bænum Spandau, er einn stærsti jólamarkaður Þýskalands (20 mín með U-bahn). Rétt við Alexanderplatz er skautasvell, parísarhjól og sölubásar og við breiðgötuna Unter den Linden er sömuleiðis að finna jólamarkað.

Vetrartískan í Mitte

Þeir sem kjósa heldur að rölta á milli sérverslana en eyða deginum í stórri verslunarmiðstöð verða ekki sviknir af úrvalinu við Neue og Alte Schönhauser Strasse og Oranienburger Strasse í Mitte, skammt frá Alexanderplatz. Þarna er urmull af verslunum sem selja heimsþekkt vörumerki í bland við búðir sem fókusa á þýska framleiðslu. Ekki gleyma að þræða hliðargötunnar (t.d. Mulackstrasse og Auguststrasse) og á Torstrasse (kaflinn milli Alte Schönhauser Str. og Rosenthaler Platz) er að finna nokkrar góðar búðir fyrir þá sem ganga í Comme des Carcons, Wood Wood, Adam Kimmel og Clarks.

Söfnin

Það getur orðið kalt í veðri í Berlín og því gott að sækja yl og innblástur á hinum fjölmörgu söfnum borgarinnar. Á Safnaeyjunni eru nokkur af þekktustu söfnunum og svo er nútímalistinni vel sinnt á Neue Nationalgalerie og Hamburger Bahnhof.

Vegna þess hve ódýrt er að lifa í Berlín, alla vega á mælikvarða vestrænna stórborga, þá hefur borgin reynst góð ræktunarstöð fyrir listamenn og úrval verka þeirra má skoða á galleríum út um allan bæ. Í dag munu þau bestu vera í kringum Welding og Auguststrasse í Mitte og Checkpoint Charlie safnið.

Festivöl

Í febrúar verða teknar til sýninga 402 myndir í bíóum Berlínar. Tilefnið er Berlinale kvikmyndahátíð sem er meðal þeirra stærstu í heimi. Hátíðinni er skipt í þrennt og eru það flokkarnir Panorama og Forum sem heilla bíónördana mest því myndirnar þar rata sjaldan í almennar sýningar út í heimi. Berlinale fer fram 7. til 17. febrúar á næsta ári.

Fyrstu fjóru dagana í nóvemer í ár er komið að hinu árlega Jazzfestivali Berlínarbúa og 15. til 24. mars er það nýklassíkin sem ræður ríkjum. Tískubransinn fjölmennir til borgarinnar í janúar og þá verður vafalítið fjör á börunum.

WOW air flýgur til Berlínar í allan vetur.

TENGDAR GREINAR: Vegvísir BerlínMiklu fleiri Íslendingar til Berlínar

Myndir: Visit Berlin og Deutsche Oper Berlin

Nýtt efni

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …