Samfélagsmiðlar

5 ástæður til heimsækja Berlín í vetur

Í Berlín eru stórviðburðir á listasviðinu næstum daglegt brauð og jólamarkaðir setja þar sterkan svip á á aðventuna. Það er líka leit að vestrænni stórborg þar sem verðlagið er jafn lágt og raunin er í höfuðstað Þýskalands. Það er því ærið tilefni til að gera sér ferð til Berlínar á næstunni og hér er það sem ber einna hæst.

Klassíkin

Berlín er besta óperuborg í heimi að mati breska blaðsins The Guardian. Það eru þrjú óperuhús í borginni og meðal stykkja á dagskrá vetrarins hjá Deutcshe Oper Berlin eru Töfraflautan, Carmen og Turandot. Aida verður frumsýnd í febrúar hjá Staatsoper en á fjölunum um þessar mundir eru La Traviata og Tosca. Klassískara verður það varla og ódýrustu miðarnir kosta 28 evrur (um 4500 krónur).

Berlínarfílharmonían spilar í Hörpu í nóvember en þeir sem vilja sjá þessa heimsþekktu hljómsveit á heimavelli hafa úr miklu að moða og er miðaverðið frá 30 evrum (4800 kr.) á tónleika sveitarinnar.

Jólamarkaðir

Í Þýskalandi finnst varla byggt ból þar sem ekki er jólamarkaður í desember. Höfuðborgin er þar engin undantekning og úrvalið af mörkuðum er töluvert á aðventunni. Hvíta tjaldbúðin við hið fallega Gendarmenmarkt torg hýsir einn vinsælasta markað borgarinnar og þar má kaupa alls kyns jóladót og veitingar.

Á Lúsíumarkaðnum í Prenzlauer Berg svífur skandínavískur andi yfir vötnum, við Charlottenburg slottið er að finna gott úrval af mat og skemmtun og rétt fyrir utan borgina, í bænum Spandau, er einn stærsti jólamarkaður Þýskalands (20 mín með U-bahn). Rétt við Alexanderplatz er skautasvell, parísarhjól og sölubásar og við breiðgötuna Unter den Linden er sömuleiðis að finna jólamarkað.

Vetrartískan í Mitte

Þeir sem kjósa heldur að rölta á milli sérverslana en eyða deginum í stórri verslunarmiðstöð verða ekki sviknir af úrvalinu við Neue og Alte Schönhauser Strasse og Oranienburger Strasse í Mitte, skammt frá Alexanderplatz. Þarna er urmull af verslunum sem selja heimsþekkt vörumerki í bland við búðir sem fókusa á þýska framleiðslu. Ekki gleyma að þræða hliðargötunnar (t.d. Mulackstrasse og Auguststrasse) og á Torstrasse (kaflinn milli Alte Schönhauser Str. og Rosenthaler Platz) er að finna nokkrar góðar búðir fyrir þá sem ganga í Comme des Carcons, Wood Wood, Adam Kimmel og Clarks.

Söfnin

Það getur orðið kalt í veðri í Berlín og því gott að sækja yl og innblástur á hinum fjölmörgu söfnum borgarinnar. Á Safnaeyjunni eru nokkur af þekktustu söfnunum og svo er nútímalistinni vel sinnt á Neue Nationalgalerie og Hamburger Bahnhof.

Vegna þess hve ódýrt er að lifa í Berlín, alla vega á mælikvarða vestrænna stórborga, þá hefur borgin reynst góð ræktunarstöð fyrir listamenn og úrval verka þeirra má skoða á galleríum út um allan bæ. Í dag munu þau bestu vera í kringum Welding og Auguststrasse í Mitte og Checkpoint Charlie safnið.

Festivöl

Í febrúar verða teknar til sýninga 402 myndir í bíóum Berlínar. Tilefnið er Berlinale kvikmyndahátíð sem er meðal þeirra stærstu í heimi. Hátíðinni er skipt í þrennt og eru það flokkarnir Panorama og Forum sem heilla bíónördana mest því myndirnar þar rata sjaldan í almennar sýningar út í heimi. Berlinale fer fram 7. til 17. febrúar á næsta ári.

Fyrstu fjóru dagana í nóvemer í ár er komið að hinu árlega Jazzfestivali Berlínarbúa og 15. til 24. mars er það nýklassíkin sem ræður ríkjum. Tískubransinn fjölmennir til borgarinnar í janúar og þá verður vafalítið fjör á börunum.

WOW air flýgur til Berlínar í allan vetur.

TENGDAR GREINAR: Vegvísir BerlínMiklu fleiri Íslendingar til Berlínar

Myndir: Visit Berlin og Deutsche Oper Berlin

Nýtt efni

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …

Xiaomi er hraðvaxta hátæknifyrirtæki í Beijing í Kína, stofnað fyrir 14 árum af frumkvöðlinum og milljarðamæringnum Lei Jun og félögum hans. Á síðasta ári var fyrirtækið í þriðja sæti á lista þeirra sem seldu flesta farsímana - næst á eftir Samsung og Apple. Xiaomi framleiðir og selur margskonar annan háþróaðan tæknibúnað og neytendavörur en samdráttur …

Fyrir rúmu ári var greint frá því að þýska Lufthansa-samsteypan hefði áhuga á að kaupa 40 prósenta hlut í ítalska þjóðarflugfélaginu ITA en niðurstaða hefur ekki enn fengist. Í janúar hóf Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins rannsókn á samkeppnisáhrifum þess að Þjóðverjarnir eignuðust stóran hlut í ítalska flugfélaginu sem lengi hefur verið stjórnvöldum á Ítalíu höfuðverkur.  Nú í …

Fyrir mánuði sendi Storytel frá sér fréttatilkynningu þar sem kynnt var ný þjónusta fyrir notendur. Brátt eiga hlustendur hljóðbóka möguleika á að velja nýjan lesara ef þeim líkar ekki innlesturinn. Valraddirnar eru allar skapaðar af vélmennum eða svokölluðum gervigreindarupplesurum.  Þetta nýja verkfæri Stoyrtel er tekið í gagnið vegna þess að 89 prósent af þeim sem …