EasyJet mun dýrara en Icelandair og WOW air

Það kostar nærri þriðjungi minna að fljúga með Icelandair en easyJet til London eftir fjórar vikur. WOW air er líka ódýrara en breska lággjaldaflugfélagið.

Fyrir átta vikum síðan kostaði farið til London í viku 48 (26. nóv.-2. des) minnst hjá EasyJet, eða 25.752 krónur. Icelandair var dýrast og kostaði farmiði báðar leiðir hjá félaginu 40.520 krónur.

Staðan í dag er gjörbreytt því lægstu verðin hjá breska félaginu hafa rúmlega tvöfaldast. WOW air hefur hækkað sitt lægsta verð um ellefu þúsund en Icelandair býður nú best því þar hafa fargjöldin aðeins hækkað um 260 krónur eins og sjá má hér fyrir neðan.

Líkt og gert hefur verið frá upphafi þessara mánaðarlegu kannana er aukagjöldum fyrir innritaðan farangur og kreditkortagreiðslur bætt við fargjöldin í samanburðinum. Farangursgjald easy Jet er á bilinu 3100 til 3500 krónur (19 til 22evrur) fyrir hvern fluglegg en 2900 hjá WOW air.

Lægstu fargjöld, báðar leiðir, til London í viku 48 (26.nóv-2.des) ef bókað með tólf vikna fyrirvara og fjögurra vikna.

London Bókað í dag

Bókað 5. sep

Breyting
easyJet* 53.567 kr. 25.752 kr. +108%
Icelandair 40.780 kr. 40.520 kr. +0,6%
WOW air* 45.825 kr. 34.925 kr. +31%

Lítill munur á verði til Kaupmannahafnar

WOW air hefur tekið yfir flugáætlun Iceland Express og flýgur því til Kaupmannahafnar í vetur en borgin var ekki á upprunalegri vetraráætlun félagsins. WOW air rukkar 46.560 krónur fyrir flugsæti og eina tösku í viku 48 (26. nóv.-2. des) ef bókað er í dag. Það er 220 krónum minna en Icelandair tekur fyrir þjónustuna eins og taflan sýnir. Fyrir átta vikum síðan kostaði farið með Iceland Express í þessari sömu viku 33.900 en 38.960 hjá Icelandair.

Lægstu fargjöld, báðar leiðir, til Kaupmannahafnar í viku 48 (26.nóv-2.des) ef bókað með tólf vikna fyrirvara og fjögurra vikna.

Kaupmannahöfn Bókað í dag Bókað 5. sep
Breyting
WOW*/Iceland Express 46.560 kr. 33.900 kr. +37%
Icelandair 46.780 kr. 38.960 kr. +20%

WOW lægst til London í janúar en Icelandair til Köben

Þeir sem ætla til London í viku 4 (21.-27.jan) á næsta ári þurfa að borga að lágmarki 37.825 krónur fyrir farið. Er það WOW air sem býður best á meðan gjaldið hjá Icelandair er 40.780 krónur. EasyJet er dýrast með farmiða upp á 53.567. Sé ferðinni hins vegar heitið til Kaupmannahafnar þá er Icelandair tólf prósent ódýrara en WOW air í þessari fjórðu viku næsta árs. Á næstu síðu má sjá samantekt á lægstu fargjöldum í janúar 2013 (smellið hér).

Í þessum mánaðarlegu könnunum Túrista eru fundin lægstu fargjöldin, báðar leiðir, innan ákveðnar viku hjá hverju félagi fyrir sig. Gert er ráð fyrir að lágmarksdvöl í útlöndum sé tveir sólarhringar og því stundum úr fáum flugum að velja, sérstaklega hjá EasyJet. Farangurs- og kreditkortagjöld eru tekin með í reikninginn.

Smellið hér fyrir samanburð á verði í viku 4

*easy Jet og WOW air rukka fyrir innritaðan farangur. Gjaldi fyrir eina tösku er bætt við fargjaldið í samanburðinum. Miðað er við gengi evru í dag.

NÝTT: Ókeypis á netið í BerlínTengiflug í súginn vegna seinkunnar

Mynd: Visit London