Fargjöld hækka hjá öllum félögum

Það borgar sig að bóka farið út með fyrirvara því það hækkar í verði þegar nær líður brottför samkvæmt nýjustu verðkönnun Túrista. Fargjöld um jól og áramót eru há.

Farmiði hjá easyJet til London eftir fjórar vikur kostar fjórðungi meira í dag en hann gerði byrjun ágúst. Þetta er hlutfallslega meiri hækkun en hefur orðið hjá Iceland Express og Icelandair á sama tíma. Í ágúst var farið í viku 44 (29.okt-4.nóv) ódýrast hjá breska félaginu en nú er það Iceland Express sem býður best. Verð easyJet eru í evrum og því hafa breytingar á gengi áhrif á verð félagsins í krónum talið.

Þar sem WOW air flýgur ekki fram og tilbaka til London innan sömu viku er félagið ekki með í verðkönnun Túrista að þessu sinni. Líkt og áður er aukagjöldum fyrir innritaðan farangur bætt við fargjöldin í samanburðinum hér að neðan. Farangursgjald easy Jet er um 3500 krónur (22evrur) fyrir hvern fluglegg.

Lægstu fargjöld, báðar leiðir, til London í viku 44 (29. okt-4.nóv) ef bókað með tólf vikna fyrirvara og fjögurra vikna.

London Bókað í dag

Bókað 8. ágú

Breyting
easyJet* 42.522 kr. 33.452 kr. +27%
Iceland Express 42.100 kr. 39.400 kr. +6.9%
Icelandair 47.140 kr. 42.760 kr. +10.2%

Bilið milli Iceland Express og Icelandair breikkar

Það munaði rúmum fimm þúsund krónum á ódýrustu fargjöldum Iceland Express og Icelandair til Kaupmannahafnar í viku 44 þegar þau voru könnuð fyrir átta vikum síðan. Nú er munurinn um tólf þúsund krónur eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan.

Lægstu fargjöld, báðar leiðir, til Kaupmannahafnar í viku 44 (29. okt-4.nóv) ef bókað með tólf vikna fyrirvara og fjögurra vikna.

Kaupmannahöfn Bókað í dag Bókað 8. ágúst
Breyting
Iceland Express 35.103 kr. 33.500 kr. +4.8%
Icelandair 46.680 kr. 38.830 kr. +20.2%

Jóla- og áramótaverðið

Túristi kannar mánaðarlega verð á flugi til London og Kaupmannahafnar fjórum og tólf vikum fram í tímann. Og þar sem 12 vikur eru til jóla var verð á flugmiðum í kringum hátíðarnar kannað að þessu sinni. Niðurstaðan er sú að fargjöld í síðustu viku ársins eru í hærri kantinum hjá öllum þremur félögum. Iceland Express er ódýrasti kosturinn fyrir þá sem ætla til þessara tveggja borga milli jóla og nýárs eins og sjá má á næstu síðu (smellið hér).

Í þessum mánaðarlegu könnunum Túrista eru fundin lægstu fargjöldin, báðar leiðir, innan ákveðnar viku hjá hverju félagi fyrir sig. Gert er ráð fyrir að lágmarksdvöl í útlöndum sé tveir sólarhringar.

Smellið hér fyrir samanburð á verði í viku 52

NÝTT: Vegvísir Berlín

Mynd: Visit London