Fengu bronsið í Danmörku

Iceland Express er þykir með þeim bestu í sínum flokki að mati danskra neytenda og ferðageirans þar í landi.

Það gustaði um Iceland Express í dönsku pressunni í lok síðasta árs þegar félagið gerði hlé á Ameríkuflugi sínu með skömmum fyrirvara. Þrátt fyrir það lenti Iceland Express í þriðja sæti í kjörinu um besta lággjaldaflugfélagið í Danmörku þegar úrslit Danish Travel Awards voru kynnt í gær. Sigurvegarinn var Danish Air Transport og Norwegian fékk silfrið.

Samkvæmt upplýsingum hjá aðstandendum verðlaunanna greiddu hátt í fjórtán hundruð neytendur atkvæði og fjöldi fólks sem vinnur í dönsku ferðaþjónustunni. Meðal lággjaldaflugfélaga sem fljúga til Danmerkur en komust ekki á lista þeirra bestu eru easyJet, Ryanair, Vueling, Wizz Air og Airberlin sem var efst á blaði í fyrra.

Fylgstu með Túrista á Facebook

TENGDAR GREINAR: Farangursgjald í pípunum en enginn fríðindaklúbbur
NÝJAR GREINAR: Verslað í Washington – Ódýrt til útlanda á morgun

Mynd: Steve Tarbuck