Halda Íslandsfluginu áfram allt árið

Viðtökurnar við Íslandsflugi Norwegian hafa verið góðar og félagið ætlar því að halda áfram á næsta ári og útilokar ekki flug til fleiri áfangastaða.

„Flugið milli Oslóar og Reykjavíkur hefur verið mjög vel lukkað. Í sumar flugum við oft með fullar vélar milli höfuðborganna tveggja og þess vegna munum við halda áfram allt árið. Við trúum því að það sé pláss fyrir Norwegian á þessari flugleið, ekki bara á sumrin, heldur allt árið“, segir Lasse Sandaker-Nielsen fjölmiðlafulltrúi Norwegian aðspurður um hvort félagið ætlaði að halda Íslandsflugi sínu áfram út næsta ár. Hann segir mögulegt að félagið fljúga hingað til lands frá fleiri borgum en það hafi ekki verið endanlega ákveðið.

Norwegian hefur flogið hingað frá Osló þrisvar í viku frá því í byrjun sumars. Icelandair og SAS fljúga þess leið oftar og næsta sumar ætlar Iceland Express líka að fljúga til höfuðborgar Noregs.

Fylgstu með Túrista á Facebook

NÝTT EFNI: Vegvísir Berlín
TENGDAR GREINAR: Netsamband í flugi til og frá Íslandi

HOTELS.COM: Sértilboð á hótelum í Osló

Mynd: Norwegian