Lufthansa og easyJet best í Evrópu

Hið þýska Lufthansa og breska lággjaldagjaldaflugfélagið easyJet þykja bestu flugfélög álfunnar að mati dómnefndar World Travel Awards. Flugvöllurinn í Zurich fékk gullið í sínum flokki.

Annað árið í röð er Lufthansa talið vera fremsta flugfélag Evrópu og easyJet heldur fast í efsta sætið í flokki lággjaldaflugfélaga á World Travel Awards hátíðinni sem haldin var um helgina. Bæði félög fljúga reglulega til Keflavíkur og hefur það síðarnefnda tilkynnt um aukin umsvif hér á landi á næsta ári. Lufthansa stefnir einnig á fjölgun ferða eins og kom fram hér á síðunni um daginn.

Enginn toppar Zurich

Flugvöllurinn í Zurich, stærstu borg Sviss, var í níunda skiptið í röð valinn sá besti í Evrópu á verðlaunahátíðinni. Það virðist því engin önnur flugstöð eiga séns í Zurich en bæði Icelandair og WOW air fljúga til borgarinnar næsta sumar. Icelandair mun fljúga tvisvar í viku en WOW air á laugardögum.

TENGDAR GREINAR: Íslandsflug þýsku félaganna gekk velÓánægja með kjör easyJet í Keflavík

Mynd: Túristi