Ódýrt til útlanda á morgun

Þeir sem eru sveigjanlegir geta komist til Madrídar og Kaupmannahafnar á morgun fyrir lítið.

Þeir sem fá sig lausa frá vinnu um helgina geta komist til Kaupmannahafnar fyrir 19.800 krónur með Heimsferðum. Um er að ræða flugsæti og fer vélin í loftið um átta leytið annað kvöld. Hægt er að bóka á heimasíðu Heimsferða.

Spánn fyrir slikk

Spánn hefur lengi verið vinsæll áfangastaður meðal íslenskra túrista og flogið er beint til nokkurra borga þar í landi á sumrin. Á haustin dregur hins vegar snögglega úr framboðinu þó haustin á Spáni séu mild og helgarferðir til Barcelona og Madrídar seljist vel meðal frændþjóðanna. Ferð.is býður nú síðustu sætin sín til Madrídar á aðeins 29.900 krónur og lagt er í hann rétt fyrir átta í fyrramálið þannig að það er ekki mikill tími til stefnu. Á heimasíðu Ferð.is má bóka flugið.

Fylgstu með Túrista á Facebook

NÝJAR GREINAR: Verslað í Washington5 ástæður til að heimsækja Berlín í vetur
TENGDAR GREINAR: Georg á heimavelli í Madríd

Mynd: Vita