Ókeypis á netið í Berlín

Nú kemstu á netið út á götu í Berlín án þess að borga krónu. Það eru þó takmarkanir á þjónustunni til að byrja með.

Að fara á netið í símanum í útlöndum er dýrara en margir halda. Símareikningur utanlandsferðarinnar kemur því mörgum óþægilega á óvart. Þeir sem leggja leið sín til Berlínar á næstunni geta haldið gagnanotkuninni í lágmarki því á fjörtíu og fjórum stöðum í Mitte og Prenzlauer Berg hefur verið komið fyrir heitum reitum þar sem hægt er að fara á netið án endurgjalds. Þjónustan er þó takmörkuð við hálftíma á dag en á næsta ári verður hægt að kaupa viðbótartíma samkvæmt tilkynningu aðstandenda verkefnisins.

Fleiri staðir á næsta ári

Meðal þeirra staða sem finna má heita reiti í dag er breiðgatan Unter den Linden, Tiergarten, Kastanienalle og Ráðhúsið en borgarstjóri Berlínar hefur sett sér það markmið að í miðborginni geti fólk ávallt farið frítt á netið. Þessi nýja þjónusta nýtur því velvildar innan kerfisins og strax á næsta sumar verða heitu reitirnir orðnir hundrað talsins. Þá má finna með því að hlaða niður snjallsímaforritnu Hotspotfinder og leita í listanum hér.

WOW air flýgur til Berlínar í allan vetur.

TENGDAR GREINAR: 5 ástæður til að heimasækja Berlína í vetur –  Vegvísir Berlín

Mynd: Visit Berlin