Orðaleikur ferðamálaráðs í ruslið

Það er ekki aðeins ferðamálaráð Íslands sem leikur sér að nafni heimahaganna. Kollegar þeirra í Edinborg er komnir á byrjunarreit eftir mikla krítik á nýtt slagorð borgarinnar.

Hér á landi íhuga menn að markaðssetja landið sem Niceland í von um að fá fleiri til að hugsa hlýtt til Íslands. Í Slóveníu feitletra ferðamálafrömuðir stafina LOVE í ensku heiti landsins og í Amsterdam er I skeytt fyrir framan borgarheitið (I AMsterdam) til að laða fleiri ferðamenn til borgarinnar. Í Kaupmannahöfn er álíka orðaleikur í gangi og víða annars staðar.

Forsvarsmenn ferðaþjónustunnar í Edinborg í Skotlandi ætluðu líka að fara þessa troðnu slóð og höfðu þeir hannað markaðsherferð sem gekk út á að kynna borgina sem „Incredinburgh“. Þar sem lýsingaorðinu ótrúleg er blandað saman við heiti borgarinnar. Yfirvöldum þar í bæ þótti þetta hins vegar „hræðilega hallærislegt“ samkvæmt frétt The Independent og hefur herferðinni því verið slaufað.

NÝTT: Vegvísir BerlínSáralitlar tafir á ferðum til útlanda

Mynd: VisitBritain