Ríkisflugfélag N-Kóreu opnar fyrir netbókanir

Ráðamenn í Norður-Kóreu eru víst sparir á vegabréfsáritanir en flugfélag ríkisins gerir þó tilraun til að auðvelda útlendingum að kaupa farseðla.

Ferðamenn eru sjaldséðir í flugstöðinni í Pyongyang, höfuðborg N-Kóreu enda er útlendingum gert það frekar erfitt að heimsækja landið. Og þeir sem komast inn fyrir landamærin er fylgt eftir af fararstjórum sem ríkið skaffar. Þrátt fyrir þessar hindranir þá opnaði ríkisflugfélagið, Air Koryo, nýverið fyrir bókanir á heimasíðu sinni. Þar er hægt er að kaupa flug til Pyongyang frá Peking og Shenyang í Kína og rússnesku borginni Vladivosto. Tilraunir Túrista til að finna lausa farmiða á heimasíðunni skiluðu hins vegar engum árangri og því ekki hægt að sjá hvað farið kostar.

Eina félagið með eina stjörnu

Flugfloti Air Koryo samanstendur af gömlum, sóvéskum Tupolev vélum samkvæmt frétt The Telegraph. Hryllir sennilega mörgum við tilhugsunina um að setjast upp í þannig farartæki. Ekki bætir úr skák að Air Koryo er eina flugfélagið í heiminum sem fær aðeins eina stjörnu í einkunnagjöf matsfyrirtæksins Skytrax. En fyrirtækið útdeilir stjörnum til flugfélaga um allan heim.

Fylgstu með Túrista á Facebook

NÝJAR GREINAR: Vegvísir BerlínTengiflug í súginn vegna seinkunar

Skjámyndir af heimasíðu Air Koryo