Spánverjar í sókn á Norðurlöndunum

Spænska lággjaldaflugfélagið Vueling sækir í sig veðrið í nágrannalöndunum og fjölgar áfangastöðum þar. Ísland er þó ekki í spilunum hjá þeim spænsku.

Forsvarsmenn flugfélagsins Vueling í Barcelona virðast sannfærðir um að hægt sé að fá miklu fleiri til að gera sér ferð borgarinnar. Næsta sumar ætla þeir því að fjölga áfangastöðum félagsins um tuttugu og átta. Af þeim eru fjórir á Norðurlöndunum og geta íbúar Oslóar, Bergen, Helsinki og Gautaborgar fengið far með félaginu suður á bóginn frá og með vorinu.

Í dag flýgur Vueling til Kaupmannahafnar, Stokkhólms, Stavanger og Álaborgar. Það er því kjörið fyrir þá sem vilja gera sér ferð til Barcelona í vetur að athuga verð á flugi Vueling frá Stokkhólmi og Kaupmannahöfn því Spánverjarnir bjóða oft lægra verð en til dæmis Norwegian og easyJet frá þessum borgum.

NÝJAR GREINAR: Orðaleikur ferðamálaráðs í rusliðVerslað í Washington

Mynd: Curimedia/Creative Commons