Þangað flugu flestir frá Keflavík

Af þeim flugleiðum sem samkeppni ríkir á þá njóta þessar mestrar hylli farþega á leið til og frá Keflavíkurflugvelli.

Það er boðið upp á nokkrar ferðir héðan á dag til Kaupmannahafnar og London, allt árið um kring. Þetta eru betri samgöngur en við eigum að venjast til annarra borga og því kemur ekki á óvart að flestir farþegar á Keflavíkurflugvelli á síðasta ári voru á leiðinni til og frá heimaborgum drottninganna Elísabetar og Margrétar.

Samkvæmt talningu Isavia fóru rúmlega fimmtíu þúsund fleiri farþegar til og frá Kaupmannahöfn en London á síðasta ári. Gamla höfuðborgin var því ótvíræður sigurvegari.

New York er í þriðja sæti á listanum yfir vinsælustu áfangastaðina en á honum eru aðeins flugleiðir þar sem samkeppni ríkir. Þess vegna eru staðir eins og Boston, Frankfurt og Amsterdam ekki þar að finna því Icelandair er eina félagið sem flýgur til þessara borga. Næsta sumar mun hins vegar WOW air hefja flug til síðarnefndu borganna tveggja.

Heildarfarþegafjöldi árið 2011 á þeim flugleiðum sem samkeppni ríkir.

Borg Farþegafjöldi
1. Kaupmannahöfn 375.173
2. London 323.481
3. New York 228.510
4. Osló 192.722
5. París 141.940
6. Berlín 44.889
7. Alicante 29.982
8. Munchen 21.539
9. Billund 18.697
10. Tenerife 17.161
11. Barcelona 14.026
12. Gautaborg 10.033
13. Gran Canaria 8.895
14. Vín 8.328

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

NÝJAR GREINAR: EasyJet mun dýrara en Icelandair og WOW

Mynd: Wikicommons