Samfélagsmiðlar

Verslað í Washington

Það kostar ekkert að skoða þekktustu kennileitin né söfnin í höfuðborg Bandaríkjamanna. Þar er því hægt að versla fyrir allan peninginn.

Það snúa sennilega fáir tómhentir heim úr ferð til Ameríku. Úrvalið í stórborgunum vestanhafs tekur nefnilega flestu öðru fram og verðlagið oft betra en við eigum að venjast hér heima.

Þeir sem leggja leið sín til Washington komast varla hjá því að kíkja í nokkrar búðir því þær verða víða á vegi fólks þegar gengið er á milli hinna þekktu bygginga og minnismerkja sem setja svo sterkan svip á borgina. Sú staðreynd að það kostar sjaldnast nokkuð að skoða þekktustu mannvirkin og söfnin gerir það að verkum að pyngjan léttist fyrst þegar haldið er í verslunarleiðangur eða til að fá sér í svanginn.

Hverfisverslanir Hvíta hússins

Ætli langflestir ferðamenn í Washington eigi ekki leið framhjá heimili Bandaríkjaforseta einu sinni eða oftar á meðan á dvöl þeirra stendur. Minnismerkin, söfnin og þinghúsið við National Mall garðinn eru líka skyldustopp en í nágrenni við þessa merku staði er að finna mikið úrval af fatabúðum. Verslanir Macy´s, Banana Republic, H&M, Forever 21, J Crew og Urban Outfitters eru allar á breiðgötum F og G á milli sjöunda og þrettánda strætis. Það er því auðvelt að ná sögunni og tískunni á einu stóru bretti, alla vega ef ferðalangurinn er vel skóaður.

Notalegt í Georgetown

Í háskólahverfinu Georgetown er stemmningin nokkuð afslappaðri en innan um háhýsin í miðborginni. Á tveimur aðalverslunargötum hverfisins (M st. NW og Wisconsin Avenue) hafa kaupmenn og veitingamenn komið sér fyrir í lágreistum, gömlum byggingum og úti rölta stúdentar, fjölskyldur og virðulegir eldri borgarar með ný föt í pokum merktum þekktustu tískuvöruframleiðendum Bandaríkjanna og Evrópu. Á svæðinu er líka Apple búð, risastór North Face verslun og í Dean&Deluca fá sælkerar útrás. Þar inni er kjörið að fá sér snarl og má óhikað mæla með samlokustandi verslunarinnar þar sem smurðar eru risalokur sem gefa góða fyllingu áður en haldið er áfram í leit að bestu kaupunum. Á miðri M Street er Georgetown Park verslunarmiðstöðin sem hefur upp á ýmislegt að bjóða þó hún teljist frekar lítil á amerískan mælikvarða.

Sjötta stærsta kringlan

Það sem ekki finnst inn í Washington er næsta öruggulega til í hillum tveggja risastórra verslunarmiðstöðva í útjaðri borgarinnar. Í Pentagon City, rétt við skrifstofur varnarmálaráðuneytisins, eru um tvö hundruð verslanir (sjá lista) og þangað er auðvelt að komast með neðanjarðarlest. Aðeins lengra í burtu er hin risavaxna kringla Tyson Corner Center sem mun vera sú sjötta stærsta í Bandaríkjunum. Þangað fara þeir sem eru í þessu af lífi og sál því það tekur tíma að þræða hátt í 300 verslanir. Það er auðveldast að taka leigubíl út í Tyson Corner og má búast við að farið kosti rúmlega 30 dollara (borgar sig að spyrja bílstjórann fyrst).

Í Bandaríkjunum er hægt að gera góð kaup alla daga vikunnar og verslanir oftast opnar fram til átta á kvöldin mánudaga til laugardaga en styttra á sunnudögum.

Icelandair flýgur til Wasington fjórum sinnum í viku allt árið um kring.

TENGDAR GREINAR: Fjör á fjórtánda stræti í WashingtonBæjarins bestu í Washington

Myndir: Túristi

Nýtt efni

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …