5 ferðir í næstu viku á undir 40 þúsund

Ódýrasta flugið út í næstu viku og heim aftur kostar rúmar tuttugu og þrjú þúsund krónur.

Nú styttist í að jólaundirbúningurinn hefjist af fullum krafti. Þeir sem vilja hlaða batteríin áður en lætin byrja geta brugðið sér ódýrt úr landi í næstu viku. Túristi grúskaði á heimasíðum flugfélaga og ferðaskrifstofa og fann fimm ferðir fyrir þá sem vilja komast burt í hvelli en þó ódýrt.

1. Osló – 23.377 kr.

Þú getur verið á netinu í háloftunum þegar þú situr í hjá norska lággjaldaflugfélaginu Norwegian. Ef flogið er út 29. nóvember og heim aftur þann annan desember kostar farið ekki meira en 23.377 krónur (1090 norskar). Við þetta bætist kreditkortagjald upp á 900 krónur og farangursgjald (sjá hér).

Gisting þessar nætur á Best Western Kampen hótelinu kostar rúmar 36 þúsund. Sjá hér.

2. London – 38.025 kr.

Jólagjafirnar finnast pottþétt í London en svo má líka gert margt annað í stórborginni en að þræða verslanir. Farið með WOW air dagana 28. nóvember til 2. desember kostar 38.025 krónur. Borga þarf aukalega fyrir innritaðan farangur (sjá hér).

Smelltu hér til að finna ódýrstu gistinguna í London.

3. Bergen – 38.050 kr.

Bæjarstæði Björgvinar er ákaflega fallegt og í hinum sjarmerandi húsum Hansakaupmannanna eru í dag skemmtilegar búðir og kaffihús. Farið út á fimmtudaginn í næstu viku og heim 2. desember kostar 38.050 með Icelandair.

Hið fjögurra stjörnu Neptun hótel er býður helmingsafslátt þessa sömu daga, sjá hér.

4. Kaupmannahöfn – 38.760 kr.

Julefrokost og jólamarkaðurinn í Tívolí er meðal þess sem hæst ber í Köben þessar vikurnar. Fljúgðu út á mánudaginn með WOW air og heim á föstudaginn fyrir 38.760 kr. Lesendur Túrista fá frían morgunmat í Kaupmannahöfn þegar þeir panta herbergi á First Hotel Esplanaden (sjá hér). Gisting þessa daga kostar innan við áttatíu þúsund krónur.

Fleiri hótel í Kaupmannahöfn finnur þú hér.

5. Helsinki – 39.610 kr.

Tilhugsunin um finnskt gufubað er ekki svo galin nú þegar kuldinn er farinn að segja til sín. Eftir baðið má svo kaupa múmínálfa og Marimekko í jólagjöf. Icelandair flýgur beint til Helsinki og dagana 30. nóvember til 3. desember kostar sætið 39.610 krónur.

Gistingin kostar 31 þúsund á Hotel Haaga, sjá hér.

NÝJAR GREINAR: Leiðin frá Hvíta húsinu að hamborgarabúllu forsetafrúarinnar

Mynd: Visit London