Samfélagsmiðlar

Á heimavelli: Júlía í Berlín

Júlía Björnsdóttir hefur búið í Berlín síðan í ágúst 2011, eftir að hafa búið átta ár í Kaupmannahöfn. Hún hafði komið þónokkuð oft til Berlínar sem túristi áður en hún flutti þangað. Hún mælir með að fólk hjóli um borgina og er með hugmynd að góðum hjólatúr. Júlía og Steinunn Sigurðardóttir, rithöfundur, ganga reglulega um söguslóðir bóka Steinunnar með íslenska ferðamenn.

„Berlín er gríðarstór og hefur mjög fjölbreytta flóru lista- og menningarlífs. Borgin er lífleg og fjörug, falleg og ljót, jafnvel fallega ljót, og mjög græn. Það tók mig tíma að venjast því hversu stór hún er, bæði í vegalengdum og úrvali viðburða sem völ er á, eftir að hafa búið í Kaupmannahöfn þar sem hjólaleiðir voru þægilega stuttar og nokkurn veginn hægt að hafa yfirsýn yfir það sem var á seyði hverju sinni í borginni. Þegar ég áttaði mig á því að bæta alltaf nægum tíma á hjólaleiðina sem ég skoðaði á korti, og því að það er ekki nokkur leið að fylgjast með öllu því sem gerist í borginni hverju sinni, gat ég róað mig og byrjað að skoða og kynnast borginni í smærri skrefum.“

Hjólar út um allt

„Hverfin í Berlín eru mjög ólík, hvert með sínu sniði og einkennum, þau breytast hratt, og íbúar Berlínar tengja sig fremur við hverfin sem þeir búa í en borgina í heild sinni. Ég ætla að gefa mér nokkur ár í að kynnast borginni, og veit að það verður endalaust hægt að uppgötva eitthvað nýtt, og framboð listviðburða verður án efa jafn mikið og fjölbreytt um ókomna tíð.

Ég hjóla allt sem ég fer og fer oft í hjólatúra í frístundum. Sem túristi í Berlín myndi ég byrja á því að leigja mér hjól og hjóla eins mikið og mögulegt er. Hjólastígar eru flestir góðir og ef það eru ekki merktir hjólastígar á götunni er í lagi að hjóla á gangstéttum, stundum eru meira að segja hjólastígarnir á gangstéttunum, ólíkt t.d. Köben. Þótt almenningssamgöngur séu mjög góðar í Berlín (S-bahn, U-bahn, sporvagnar og strætó) þá upplifir maður borgina á allt annan hátt á hjóli og sér hluti og staði sem annars færu framhjá manni. Gott að muna að læsa hjólinu alltaf við eitthvað, t.d. grindverk eða staur, og hafa með luktir ef þær eru ekki fastar á hjólinu.“

Hugmynd Júlíu að dagstúr á hjóli:

Byrja við Alexanderplatz og hjóla út Karl Marx Allee, sem er breiðgata sem nær frá Alexanderplatz inní Friedrichshain hverfið. Sögufræg breiðgatan er eins og hún leggur sig á heimsminjaskrá UNESCO. Ef það er laugardagur eða sunnudagur væri gaman að stoppa á matar- og flóamarkaði á Boxhagener platz og fá sér svo eitthvað gott að borða á veitingastöðunum í kring um torgið. Skola því niður með Club Mate, Berlínar te/gosdrykknum.

Hjóla áfram niður Warschuer str. að East Side gallery, sem er lengsti eftirstandandi hluti múrsins, skreyttur myndum fjölda listamanna. Hjóla þaðan yfir Oberbaumbrücke inní Kreuzberg hverfið. Setjast á Plaza San Rafael del Sur við ána Spree sem rennur gegnum Berlín, með snarl og drykk og njóta stemmningarinnar í hverfinu.

Ef hjólað er lengra í austur þá mæli ég með því að skoða Treptower Park og minnisvarðann þar um fallna sovéska hermenn í seinna stríði. Garðurinn er fallegur og minnisvarðinn mikilfenglegur svo ekki sé meira sagt.

Hjóla svo til baka í gegnum Kreuzberg hverfið, að Oranienstr., og jafnvel stoppa þar á kaffihúsi eða bar. Kottbusser Tor er hjarta Kreuzberg, þar iðar allt af lífi og fjöri allan sólarhringinn. Ef maður er á ferðinni á þriðjudegi eða föstudegi er frábær tyrkneskur markaður við Maybachufer kanalinn þar sem hægt er að gera góð kaup á alls kyns matvöru, og ekki síst vefnaðarvöru. Þar kaupi ég efni og tölur, og oft grænmetið fyrir vikuna. Ef hjólað er lengra í suður, áfram í gegnum Kreuzberg, gegnum Volkspark Hasenheide, kemur maður á Tempelhof, sem er aflagður flugvöllur enn í óbreyttri mynd, og nú opið útivistarsvæði fyrir almenning. Algjörlega einstakt í heiminum. Þar finnst mér gaman að hjóla hratt á flaugbrautunum og setjast svo niður og njóta víðáttunnar, og flugvallarbyggingarinnar.

Það fer svo eftir hvar skal enda túrinn, en ef farið er aftur í Mitte er hægt að hjóla niður Mehringdamm og jafnvel stoppa á Curry 36 í eina góða currywurst, á að vera sú besta í borginni en auðvitað eru skiptar skoðanir um það.

Kaffi

„Ég er mikil kaffikona og uppáhaldskaffið mitt er á Bonanza á Oderbergerstr. við Mauerpark. Ef ég á leið í Schöneberg hverfið kem ég við á Double eye á Akazienstr., besta kaffistað Berlínar að margra mati.“

Matur

„Ég fer ekki oft út að borða en fer yfirleitt með gesti á góðan víetnamskan stað sem er orðinn mikill túristastaður, Monsieur Vuong á Alte Schönhauser Str. í Mitte. Fer stundum með vinum á Prater Garten, sem er þýskur bjórgarður í Prenzlauer Berg, þar sem við fáum okkur bjór og bratwurst eða schnitzel. Annars borða ég helst kebabb af skyndibita. Þeir eru útum allt og gerast ekki betri held ég en í Berlín.“

Næsta ganga Júlíu og Steinunnar um söguslóðir bóka þeirrar síðarnefndu er 5. desember en nánari upplýsingar má fá á Facebook síðu þeirra (sjá hér). Þeir sem vilja fylgjast með Júlíu í Berlín ættu að kíkja á bloggið hennar hér.

WOW air flýgur nú til Berlínar allt árið þannig að ferðalög til þýsku stórborgarinnar eru ekki lengur bundin við sumarið.

TENGDAR GREINAR: Vegvísir BerlínTilboð á gistingu í Berlín fyrir lesendur Túrista

Nýtt efni

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …